Morðinginn sem fékk samning í Brasilíu segist eiga skilið annað tækifæri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 11:30 Ungur stuðningsmaður Boa stillir sér upp í myndatöku með Bruno. Vísir/AFP Mál Bruno Fernandes, markvarðarins sem fékk nýverið tveggja ára samning hjá brasilísku knattspyrnufélagi, hefur vakið athygli um allan heim. Eins og Vísir fjallaði um í gær var Fernandes handtekinn árið 2010, grunaður um að hafa myrt kærustu sína og látið hunda sína éta lík hennar. Sjá einnig: Myrti kærustuna, lét hundana éta hana en er mættur aftur í markið Hann var sakfelldur þremur árum síðar og dæmdur í 22 ára fangelsi. Eftir að hafa afplánað í samtals sex ár og sjö mánuði var honum hins vegar sleppt. Ástæðan fyrir því að hann hafði áfrýjað dóminum og að áfrýjunarferlið hafi tekið of langan tíma.Styrktaraðilar hætta við Bruno fékk því lausn á meðan að áfrýjunarmál hans er enn að þvælast í kerfinu. Um leið fékk hann samningstilboð frá nokkrum félögum en hann ákvað að semja við Boa Esporte. Ættingjar fórnarlambsins hafa gagnrýnt þetta harkalega og aðalstyrktaraðili félagsins sagði upp samningi sínum við það vegna málsins. Þrjú önnur fyrirtæki munu hafa gert slíkt hið sama. Fernandes var kynntur á blaðamannafundi í gær og þar neitaði hann að svara spurningum um hvort hann teldi að hann væri góð fyrirmynd fyrir þau börn sem væru að horfa á.Bruno á blaðamannafundi Boa.Vísir/AFPDreymir um landsliðið „Fólk flýr mig út af því sem gerðist í fortíðinni,“ sagði Fernandes og bætti því við að hann ætti skilið að fá annað tækifæri sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann vildi heldur ekkert tjá sig um málefni styrktaraðila Boa Esporte. „Það er forsetans að svara því. Ég er bara hér til að spila fótbolta. Þegar Guð opnar dyr þá á enginn maður að loka þeim.“ Fernandes dreymir meira að segja um að fá að spila einn daginn fyrir brasilíska landsliðið. „Maður á alltaf að leyfa sér að dreyma. Bruno er á lífi út af draumunum hans. Áður dreymdi mig um að snúa aftur og nú hef ég tækifæri til þess.“ Bruno Fernandes er 32 ára og lék síðast með Flamengo. Hann á einnig leiki að baki með Atletico Mineiro og Corinthians og var í samningaviðræðum við AC Milan á Ítalíu þegar hann var handtekinn árið 2010. Fótbolti Tengdar fréttir Myrti kærustuna, lét hundana éta hana en er mættur aftur í markið Brasilíski morðinginn Bruno Fernandes de Souza er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við 2. deildarliðið Boa Esporte. 14. mars 2017 15:30 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Golf Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Mál Bruno Fernandes, markvarðarins sem fékk nýverið tveggja ára samning hjá brasilísku knattspyrnufélagi, hefur vakið athygli um allan heim. Eins og Vísir fjallaði um í gær var Fernandes handtekinn árið 2010, grunaður um að hafa myrt kærustu sína og látið hunda sína éta lík hennar. Sjá einnig: Myrti kærustuna, lét hundana éta hana en er mættur aftur í markið Hann var sakfelldur þremur árum síðar og dæmdur í 22 ára fangelsi. Eftir að hafa afplánað í samtals sex ár og sjö mánuði var honum hins vegar sleppt. Ástæðan fyrir því að hann hafði áfrýjað dóminum og að áfrýjunarferlið hafi tekið of langan tíma.Styrktaraðilar hætta við Bruno fékk því lausn á meðan að áfrýjunarmál hans er enn að þvælast í kerfinu. Um leið fékk hann samningstilboð frá nokkrum félögum en hann ákvað að semja við Boa Esporte. Ættingjar fórnarlambsins hafa gagnrýnt þetta harkalega og aðalstyrktaraðili félagsins sagði upp samningi sínum við það vegna málsins. Þrjú önnur fyrirtæki munu hafa gert slíkt hið sama. Fernandes var kynntur á blaðamannafundi í gær og þar neitaði hann að svara spurningum um hvort hann teldi að hann væri góð fyrirmynd fyrir þau börn sem væru að horfa á.Bruno á blaðamannafundi Boa.Vísir/AFPDreymir um landsliðið „Fólk flýr mig út af því sem gerðist í fortíðinni,“ sagði Fernandes og bætti því við að hann ætti skilið að fá annað tækifæri sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann vildi heldur ekkert tjá sig um málefni styrktaraðila Boa Esporte. „Það er forsetans að svara því. Ég er bara hér til að spila fótbolta. Þegar Guð opnar dyr þá á enginn maður að loka þeim.“ Fernandes dreymir meira að segja um að fá að spila einn daginn fyrir brasilíska landsliðið. „Maður á alltaf að leyfa sér að dreyma. Bruno er á lífi út af draumunum hans. Áður dreymdi mig um að snúa aftur og nú hef ég tækifæri til þess.“ Bruno Fernandes er 32 ára og lék síðast með Flamengo. Hann á einnig leiki að baki með Atletico Mineiro og Corinthians og var í samningaviðræðum við AC Milan á Ítalíu þegar hann var handtekinn árið 2010.
Fótbolti Tengdar fréttir Myrti kærustuna, lét hundana éta hana en er mættur aftur í markið Brasilíski morðinginn Bruno Fernandes de Souza er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við 2. deildarliðið Boa Esporte. 14. mars 2017 15:30 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Golf Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Myrti kærustuna, lét hundana éta hana en er mættur aftur í markið Brasilíski morðinginn Bruno Fernandes de Souza er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við 2. deildarliðið Boa Esporte. 14. mars 2017 15:30