FÍB gagnrýnir áform um vegatolla: „Gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi“ Jóhann K. Jóhannsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 12. febrúar 2017 19:38 Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira