FÍB gagnrýnir áform um vegatolla: „Gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi“ Jóhann K. Jóhannsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 12. febrúar 2017 19:38 Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“ Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda mun beita sér gegn áformum stjórnvalda um vegatolla, líkt og félagið gerði þegar samskonar umræða átti sér stað árið 2010. Framkvæmdastjóri félagsins segir að stjórnvöld geti ekki tekið þjóðvegina af almenningi og krafist endurgreiðslu á þeim aftur. Hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um að setja upp vegtolla á völdum leiðum utan við höfuðborgarsvæðið eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2010 átti sér stað hávær umræða um vegtolla í þjóðfélaginu og þá mótmælti Félag Íslenskra bifreiðaeigenda kröftuglega að eignaupptaka á eigum almennings – það er þjóðvegunum - ætti að eiga sér stað. FÍB efndi í janúar 2011 til undirskriftasöfnunnar á heimsíðu sinni gegn þessum áformum og sagði félagið að viðbrögð almennings hafi verið sterk og skýr en undirskriftarsöfnunin stóð í viku og undir hana rituðu 41.500 atkvæðisbærra manna. Með því mótmætu þeir einkavæðingarhugmyndum í vegakerfinu. Frá því ný ríkisstjórn tók við völdum hefur samgönguráðherra unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku. Leiðirnar sem samgönguráðherra er að skoða er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Borgarnes með tvöföldun þar sem við á, Suðurlandsvegur austan við Selfoss með nýrri ölfusbrú og vegur frá Reykjnesbraut frá Keflavík til Hafnarfjarðar.Sjá einnig: Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Félag Íslenskra bifreiðaeigenda hefur ekki breytt afstöðu sinni og fordæma áformum um einkavæðingu vegakerfisins. „Við erum að benda á það að það er tekið af bílum og umferð í formi skatta, 70 milljarðar á ári og ef við verjum bara helmingnum af því fé til samgöngubóta um land allt, þá yrðu allir mjög ánægðir,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að staðan sé þannig í dag að stjórnvöld eyði ekki nema 1% af landsframleiðslu til vegabóta, á sama tíma og álagið á vegakerfið hafi margfaldast með aukningu ferðamanna til landsins. „Það hefur verið aflað fjár, úr vasa skattgreiðenda, en einhverja hluta vegna hafa menn ákveðið að nota þessa fjármuni í annað og það er auðvitað fáheyrt ef það á að fara að taka vegina af þeim sem eiga vegina, það er að segja almenningi og krefja þá um endurgreiðslu á þeim aftur,“ segir Runólfur, sem tekur fram að það sé í lagi að skoða breytingar á skattaumhverfinu. „Við munum sjá það gerast á næstu árum, til dæmis með auknum fjölda rafbíla, að það þarf að gera ákveðnar breytingar en svona ráðslag þar sem einn hluti landsmanna á að greiða vegina tvöfalt á meðan aðrir eiga ekki að gera það, bara gengur ekki upp í jafnræðissamfélagi.“
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira