Sænskur landsliðsmaður kemst ekki að fyrir Rúnari Alex: "Hann er mjög góður markvörður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 15:45 Rúnar Alex er að spila frábærlega fyrir Nordsjælland. vísir/getty Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira