Íslendingur búinn að skrifa þrjá bækur um fótboltalið Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 19:15 Árið 2002 komst Arngrímur Baldursson inn fyrir þröskuldinn hjá hinu sigursæla félagi Liverpool og það er alls ekki sjálfgefið fyrir Íslending. Hann hefur nú gefið út þrjár bækur um félagið. Guðjón Guðmundsson hitti Arngrím og kannaði málið betur. „Þetta byrjaði á því að ég og félagi minn Guðmundur Magnússon ákváðum að setja saman vefsíðu sem hét LFChistory.net. til að bæta úr skorti á tölfræðiupplýsingum um félagið á netinu,“ segir Arngrímur Baldursson. „Við ókum okkur til og settum saman gagngrunn með öllum úrslitum í leikjum félagsins með markaskorum og liðsuppstillingum frá 1892. Þar með var þessi síða til. Hún hefur síðan notið sívaxandi vinsælda og hlotið viðurkenningar síðan. Menn sjá að þetta er alvöru síða og það er hægt að treysta upplýsingunum,“ segir Arngrímur. Hróður síðunnar barst síðan alla leið inn á skrifstofu hjá Liverpool. „Liverpool hefur samband og kaupir aðgang að tölfræðinni og um leið verður þetta að opinberri tölfræði félagsins sem var gríðarleg viðurkenning,“ segir Arngrímur. Fyrsta bókin hans um Liverpool kom síðan út árið 2011. „Það var eigandi lítillar bókarútgáfu í Liverpool, sem er grjótharður Everton aðdáandi, sem gaf bókina út. Hann var margoft búinn að skoða vefinn og fannst það álitlegt sem var í gangi þarna hjá okkur. Hann vildi gefa út bók með öllum upplýsingum sem væri þá unnin upp úr vefsíðunni,“ segir Arngrímur. Argrímur lét ekki deigan síga ásamt félaga sínum Guðmundi Magnússyni og réðist í stórvirki sem kom út árið 2013. Þar er á ferðinni biblía Liverpool. „Þetta er Liverpool frá A til Z, allt um alla leikmenn félagsins og allt mögulegt um félagið. Það má líka finna upplýsingar um innviði félagsins,“ segir Arngrímur en hann var ekki hættur að skrifa bækur um félagið. Á þessu ári kom út ævisaga Ronnie Moran, þjálfara og goðsagnar í sögu Liverpool. Bókin hefur fengið frábæra dóma á Bretlandseyjum og selst vel. Argrímur, eða Arnie Baldursson eins og hann skrifar sig úti, skrifaði bókina ásamt Carl Clemente og Paul Moran „Hún kom út 28. febrúar, á 83. afmælisdegi Ronnie. Svo lést hann því miður þremur vikum síðar. Hann var búinn að þjást af æðaheilabilun í fimm ár,“ segir Arngrímur og bætir við: „Liverpool og Real Madrid voru að keppa í goðsagnarleik á dögunum og þar þakkaði Steven Gerrard, Herra Liverpool, Ronnie Moran. fyrir sitt starf fyrir félagið. Þetta virðist vera orðið opinbert heiti á Ronnie Moran sem er mjög ánægjulegt út frá heiti bókarinnar,“ segir Arngrímur. Það má sjá allt innslag Guðjón Guðmundssonar um Arngrím Baldursson og bækurnar hans í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Árið 2002 komst Arngrímur Baldursson inn fyrir þröskuldinn hjá hinu sigursæla félagi Liverpool og það er alls ekki sjálfgefið fyrir Íslending. Hann hefur nú gefið út þrjár bækur um félagið. Guðjón Guðmundsson hitti Arngrím og kannaði málið betur. „Þetta byrjaði á því að ég og félagi minn Guðmundur Magnússon ákváðum að setja saman vefsíðu sem hét LFChistory.net. til að bæta úr skorti á tölfræðiupplýsingum um félagið á netinu,“ segir Arngrímur Baldursson. „Við ókum okkur til og settum saman gagngrunn með öllum úrslitum í leikjum félagsins með markaskorum og liðsuppstillingum frá 1892. Þar með var þessi síða til. Hún hefur síðan notið sívaxandi vinsælda og hlotið viðurkenningar síðan. Menn sjá að þetta er alvöru síða og það er hægt að treysta upplýsingunum,“ segir Arngrímur. Hróður síðunnar barst síðan alla leið inn á skrifstofu hjá Liverpool. „Liverpool hefur samband og kaupir aðgang að tölfræðinni og um leið verður þetta að opinberri tölfræði félagsins sem var gríðarleg viðurkenning,“ segir Arngrímur. Fyrsta bókin hans um Liverpool kom síðan út árið 2011. „Það var eigandi lítillar bókarútgáfu í Liverpool, sem er grjótharður Everton aðdáandi, sem gaf bókina út. Hann var margoft búinn að skoða vefinn og fannst það álitlegt sem var í gangi þarna hjá okkur. Hann vildi gefa út bók með öllum upplýsingum sem væri þá unnin upp úr vefsíðunni,“ segir Arngrímur. Argrímur lét ekki deigan síga ásamt félaga sínum Guðmundi Magnússyni og réðist í stórvirki sem kom út árið 2013. Þar er á ferðinni biblía Liverpool. „Þetta er Liverpool frá A til Z, allt um alla leikmenn félagsins og allt mögulegt um félagið. Það má líka finna upplýsingar um innviði félagsins,“ segir Arngrímur en hann var ekki hættur að skrifa bækur um félagið. Á þessu ári kom út ævisaga Ronnie Moran, þjálfara og goðsagnar í sögu Liverpool. Bókin hefur fengið frábæra dóma á Bretlandseyjum og selst vel. Argrímur, eða Arnie Baldursson eins og hann skrifar sig úti, skrifaði bókina ásamt Carl Clemente og Paul Moran „Hún kom út 28. febrúar, á 83. afmælisdegi Ronnie. Svo lést hann því miður þremur vikum síðar. Hann var búinn að þjást af æðaheilabilun í fimm ár,“ segir Arngrímur og bætir við: „Liverpool og Real Madrid voru að keppa í goðsagnarleik á dögunum og þar þakkaði Steven Gerrard, Herra Liverpool, Ronnie Moran. fyrir sitt starf fyrir félagið. Þetta virðist vera orðið opinbert heiti á Ronnie Moran sem er mjög ánægjulegt út frá heiti bókarinnar,“ segir Arngrímur. Það má sjá allt innslag Guðjón Guðmundssonar um Arngrím Baldursson og bækurnar hans í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira