Assange ýjar að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 17:53 Julian Assange á svölum sendiráðs Ekvador í London í dag. vísir/getty Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. Assange ýjaði að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London en hann hefur verið í raun í stofufangelsi þar síðan 2012 þar sem sænsk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun gegn honum vegna meintra kynferðisbrota Assange. Fjölmiðlar og almenningur fylgdust með þegar Assange flutti ávarp sitt í dag. Hann sagði að dagurinn í dag væri mikilvægur sigur fyrir hann og þau mannréttindi sem Sameinuðu þjóðirnar hafi í heiðri. „En það strokar þó ekki út árin sem ég hef verið í stofufangelsi án ákæru og í næstum fimm ár í þessu sendiráði án sólarljóss, sjö ár án ákæru þar sem börnin mín ólust upp án mín. Þetta er eitthvað sem ég get ekki gleymt, eitthvað sem ég get ekki fyrirgefið,“ sagði Assange. Þá sagði hann jafnframt að þó að bardaginn væri búinn þá væri stríðið rétt að byrja en bresk yfirvöld hafa sagt að þau muni handtaka hann þrátt fyrir að búið sé að fella málið gegn honum í Svíþjóð niður. Það er vegna þess að hann kom sér undan tryggingu þegar hann fór í sendiráðið. Assange mótmælti þessum áformum breskra yfirvalda. „Krafan um að Bretar geti handtekið mig fyrir að að sækja um hæli í máli þar sem engin ákæra liggur fyrir er einfaldlega óverjandi. Lögmenn mínir hafa sett sig í samband við bresk yfirvöld og við vonumst til að eiga samtal við þau um það hvaða leið er vænlegust til að halda áfram,“ sagði Assange og bætti því við að hann hefði ekki búist við því frá Bretum að framselja fólk án þess að búið væri að gefa út ákæru gegn þeim. Bretar hafa ekki viljað gefa það upp hvort að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna ef hann yfirgefur ekvadoríska sendiráðið í London. Allar líkur eru á því að Assange eigi yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum vegna leka á trúnaðarupplýsingum frá stofnunum á borð við CIA og bandaríska herinn. Það verður því að teljast nokkuð ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London í bráð en í ávarpi sínu í dag þakkaði hann ekvadorískum yfirvöldum fyrir að hafa veitt sér hæli þrátt fyrir mikinn þrýsting um að gera það ekki. Tengdar fréttir Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. Assange ýjaði að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London en hann hefur verið í raun í stofufangelsi þar síðan 2012 þar sem sænsk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun gegn honum vegna meintra kynferðisbrota Assange. Fjölmiðlar og almenningur fylgdust með þegar Assange flutti ávarp sitt í dag. Hann sagði að dagurinn í dag væri mikilvægur sigur fyrir hann og þau mannréttindi sem Sameinuðu þjóðirnar hafi í heiðri. „En það strokar þó ekki út árin sem ég hef verið í stofufangelsi án ákæru og í næstum fimm ár í þessu sendiráði án sólarljóss, sjö ár án ákæru þar sem börnin mín ólust upp án mín. Þetta er eitthvað sem ég get ekki gleymt, eitthvað sem ég get ekki fyrirgefið,“ sagði Assange. Þá sagði hann jafnframt að þó að bardaginn væri búinn þá væri stríðið rétt að byrja en bresk yfirvöld hafa sagt að þau muni handtaka hann þrátt fyrir að búið sé að fella málið gegn honum í Svíþjóð niður. Það er vegna þess að hann kom sér undan tryggingu þegar hann fór í sendiráðið. Assange mótmælti þessum áformum breskra yfirvalda. „Krafan um að Bretar geti handtekið mig fyrir að að sækja um hæli í máli þar sem engin ákæra liggur fyrir er einfaldlega óverjandi. Lögmenn mínir hafa sett sig í samband við bresk yfirvöld og við vonumst til að eiga samtal við þau um það hvaða leið er vænlegust til að halda áfram,“ sagði Assange og bætti því við að hann hefði ekki búist við því frá Bretum að framselja fólk án þess að búið væri að gefa út ákæru gegn þeim. Bretar hafa ekki viljað gefa það upp hvort að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna ef hann yfirgefur ekvadoríska sendiráðið í London. Allar líkur eru á því að Assange eigi yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum vegna leka á trúnaðarupplýsingum frá stofnunum á borð við CIA og bandaríska herinn. Það verður því að teljast nokkuð ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London í bráð en í ávarpi sínu í dag þakkaði hann ekvadorískum yfirvöldum fyrir að hafa veitt sér hæli þrátt fyrir mikinn þrýsting um að gera það ekki.
Tengdar fréttir Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15