Svíar hættir að eltast við Assange Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2017 10:15 Julian Assange. Vísir/AFP Yfirvöld í Svíþjóð hafa tilkynnt að þau hafi fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Sömuleiðis hefur handtökuskipun gegn Assange verið felld niður. Assange, sem er 45 ára gamall, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012 til að komast hjá handtöku af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Lögreglan í London segir þó að þrátt fyrir að yfirvöld í Svíþjóð séu hætt að eltast við Assange, verði þeir að handtaka hann fái þeir færi á því. Það er vegna annarrar ákæru gegn honum fyrir að mæta ekki fyrir rétt. Assange hefur ávalt neitað þeim ásökunum sem beinst hafa gegn honum. Á Twitter-síðu Wikileaks segir að Bretar neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum. Verði hann framseldur til Bandaríkjanan gæti hann verið ákærður fyrir njósnir. Miðað við Twitter-síðu Assange, virðist hann þó nokkuð ánægður með fréttirnar. Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi talsmaður Wikileaks og samstarfsmaður Assange segir þetta miklar gleðifréttir. „Það er gott að fá þær í sömu vikunni og Chelsea Manning gengur út úr fangelsi í Bandaríkjunum, sem frjáls kona. Það er gott að fá þetta sænska mál algerlega út úr myndinni. Það lá alltaf fyrir að það stóð ekki steinn yfir steini í því máli og það hvernig sænsk stjórnvöld hafa haldið á því er til háborinnar skammar,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Hann segir vanda Assange þó ekki fullleystan þar sem víglínan hafi í raun bara færst til. Þar sem stjórnvöld í Bretlandi neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist. „Nýlega sagði Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að það væri forgangsmál að ákæra Julian Assange, þannig að það þarf að fá úr því skorið hver staðan er í því máli. Aðgerðir Bandaríkjamanna, sem hafa verið með leynirannsókn í gangi frá 2010 hafa alltaf verið aðal áhyggjuefnið.“ Kristinn segir að þetta þýði ekki að Assange geti yfirgefið sendiráðið enn. Enn sé í gildi handtökuskipun vegna þess að hann hafi komið sér undan tryggingu þegar hann fór inn í sendiráðið. Stóra málið sé hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum til Bretlands.pic.twitter.com/dDvB1Vekhg— Julian Assange (@JulianAssange) May 19, 2017 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Yfirvöld í Svíþjóð hafa tilkynnt að þau hafi fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Sömuleiðis hefur handtökuskipun gegn Assange verið felld niður. Assange, sem er 45 ára gamall, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012 til að komast hjá handtöku af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Lögreglan í London segir þó að þrátt fyrir að yfirvöld í Svíþjóð séu hætt að eltast við Assange, verði þeir að handtaka hann fái þeir færi á því. Það er vegna annarrar ákæru gegn honum fyrir að mæta ekki fyrir rétt. Assange hefur ávalt neitað þeim ásökunum sem beinst hafa gegn honum. Á Twitter-síðu Wikileaks segir að Bretar neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum. Verði hann framseldur til Bandaríkjanan gæti hann verið ákærður fyrir njósnir. Miðað við Twitter-síðu Assange, virðist hann þó nokkuð ánægður með fréttirnar. Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi talsmaður Wikileaks og samstarfsmaður Assange segir þetta miklar gleðifréttir. „Það er gott að fá þær í sömu vikunni og Chelsea Manning gengur út úr fangelsi í Bandaríkjunum, sem frjáls kona. Það er gott að fá þetta sænska mál algerlega út úr myndinni. Það lá alltaf fyrir að það stóð ekki steinn yfir steini í því máli og það hvernig sænsk stjórnvöld hafa haldið á því er til háborinnar skammar,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Hann segir vanda Assange þó ekki fullleystan þar sem víglínan hafi í raun bara færst til. Þar sem stjórnvöld í Bretlandi neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist. „Nýlega sagði Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að það væri forgangsmál að ákæra Julian Assange, þannig að það þarf að fá úr því skorið hver staðan er í því máli. Aðgerðir Bandaríkjamanna, sem hafa verið með leynirannsókn í gangi frá 2010 hafa alltaf verið aðal áhyggjuefnið.“ Kristinn segir að þetta þýði ekki að Assange geti yfirgefið sendiráðið enn. Enn sé í gildi handtökuskipun vegna þess að hann hafi komið sér undan tryggingu þegar hann fór inn í sendiráðið. Stóra málið sé hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum til Bretlands.pic.twitter.com/dDvB1Vekhg— Julian Assange (@JulianAssange) May 19, 2017
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira