Assange ýjar að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 17:53 Julian Assange á svölum sendiráðs Ekvador í London í dag. vísir/getty Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. Assange ýjaði að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London en hann hefur verið í raun í stofufangelsi þar síðan 2012 þar sem sænsk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun gegn honum vegna meintra kynferðisbrota Assange. Fjölmiðlar og almenningur fylgdust með þegar Assange flutti ávarp sitt í dag. Hann sagði að dagurinn í dag væri mikilvægur sigur fyrir hann og þau mannréttindi sem Sameinuðu þjóðirnar hafi í heiðri. „En það strokar þó ekki út árin sem ég hef verið í stofufangelsi án ákæru og í næstum fimm ár í þessu sendiráði án sólarljóss, sjö ár án ákæru þar sem börnin mín ólust upp án mín. Þetta er eitthvað sem ég get ekki gleymt, eitthvað sem ég get ekki fyrirgefið,“ sagði Assange. Þá sagði hann jafnframt að þó að bardaginn væri búinn þá væri stríðið rétt að byrja en bresk yfirvöld hafa sagt að þau muni handtaka hann þrátt fyrir að búið sé að fella málið gegn honum í Svíþjóð niður. Það er vegna þess að hann kom sér undan tryggingu þegar hann fór í sendiráðið. Assange mótmælti þessum áformum breskra yfirvalda. „Krafan um að Bretar geti handtekið mig fyrir að að sækja um hæli í máli þar sem engin ákæra liggur fyrir er einfaldlega óverjandi. Lögmenn mínir hafa sett sig í samband við bresk yfirvöld og við vonumst til að eiga samtal við þau um það hvaða leið er vænlegust til að halda áfram,“ sagði Assange og bætti því við að hann hefði ekki búist við því frá Bretum að framselja fólk án þess að búið væri að gefa út ákæru gegn þeim. Bretar hafa ekki viljað gefa það upp hvort að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna ef hann yfirgefur ekvadoríska sendiráðið í London. Allar líkur eru á því að Assange eigi yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum vegna leka á trúnaðarupplýsingum frá stofnunum á borð við CIA og bandaríska herinn. Það verður því að teljast nokkuð ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London í bráð en í ávarpi sínu í dag þakkaði hann ekvadorískum yfirvöldum fyrir að hafa veitt sér hæli þrátt fyrir mikinn þrýsting um að gera það ekki. Tengdar fréttir Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. Assange ýjaði að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London en hann hefur verið í raun í stofufangelsi þar síðan 2012 þar sem sænsk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun gegn honum vegna meintra kynferðisbrota Assange. Fjölmiðlar og almenningur fylgdust með þegar Assange flutti ávarp sitt í dag. Hann sagði að dagurinn í dag væri mikilvægur sigur fyrir hann og þau mannréttindi sem Sameinuðu þjóðirnar hafi í heiðri. „En það strokar þó ekki út árin sem ég hef verið í stofufangelsi án ákæru og í næstum fimm ár í þessu sendiráði án sólarljóss, sjö ár án ákæru þar sem börnin mín ólust upp án mín. Þetta er eitthvað sem ég get ekki gleymt, eitthvað sem ég get ekki fyrirgefið,“ sagði Assange. Þá sagði hann jafnframt að þó að bardaginn væri búinn þá væri stríðið rétt að byrja en bresk yfirvöld hafa sagt að þau muni handtaka hann þrátt fyrir að búið sé að fella málið gegn honum í Svíþjóð niður. Það er vegna þess að hann kom sér undan tryggingu þegar hann fór í sendiráðið. Assange mótmælti þessum áformum breskra yfirvalda. „Krafan um að Bretar geti handtekið mig fyrir að að sækja um hæli í máli þar sem engin ákæra liggur fyrir er einfaldlega óverjandi. Lögmenn mínir hafa sett sig í samband við bresk yfirvöld og við vonumst til að eiga samtal við þau um það hvaða leið er vænlegust til að halda áfram,“ sagði Assange og bætti því við að hann hefði ekki búist við því frá Bretum að framselja fólk án þess að búið væri að gefa út ákæru gegn þeim. Bretar hafa ekki viljað gefa það upp hvort að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna ef hann yfirgefur ekvadoríska sendiráðið í London. Allar líkur eru á því að Assange eigi yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum vegna leka á trúnaðarupplýsingum frá stofnunum á borð við CIA og bandaríska herinn. Það verður því að teljast nokkuð ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London í bráð en í ávarpi sínu í dag þakkaði hann ekvadorískum yfirvöldum fyrir að hafa veitt sér hæli þrátt fyrir mikinn þrýsting um að gera það ekki.
Tengdar fréttir Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent