Formaður fjárlaganefndar segir ekki hægt að bíða fram á næstu öld með samgönguframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 20:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný. Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný.
Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira