Formaður fjárlaganefndar segir ekki hægt að bíða fram á næstu öld með samgönguframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 20:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný. Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný.
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira