„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 07:24 Donald Trump flutti ræðu í suður-kóreskum þingsal í nótt. Skjáskot Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu. Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu.
Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30