Upplifði algjört hjálparleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2017 19:30 Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira