Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 18:43 Trump hjólaði í ríki sem taka við fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum en ætla að greiða atkvæði gegn þeim í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Vísir/AFP Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29