Segja horfur góðar þrátt fyrir verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hótel uppbókuð um áramót og horfur fyrir jólin eru góðar. Verkfall flugvirkja virðist ætla að hafa lítil áhrif. Fréttablaðið/Anton brink Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira