Segja horfur góðar þrátt fyrir verkfall Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hótel uppbókuð um áramót og horfur fyrir jólin eru góðar. Verkfall flugvirkja virðist ætla að hafa lítil áhrif. Fréttablaðið/Anton brink Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hótelbókanir fyrir jól og áramót eru í takti við fyrri ár, þrátt fyrir verkfall flugvirkja hjá Icelandair í byrjun vikunnar. Þetta segja forsvarsmenn Icelandair hótela og Íslandshótela. Áramótin eru vinsælli tími en jólin. „Áramótin eru eins og fyrri ár, þau eru bara bókuð. Það er ánægjulegt að jólin hafa verið að koma til undanfarin ár. Þau eru ekki jafn eftirsótt og áramótin en eru að koma til,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Í ályktun sem stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sendi frá sér á föstudaginn sagði að ferðaheildsalar hefðu áhyggjur af verkfalli flugvirkja, sem þá var yfirvofandi og þegar hefðu borist afbókanir. Magnea segir Icelandair hótel ekki hafa fengið mikið af afbókunum, en einhverjar þó. „Það hjálpaði til að verkfallið var ekki lengra. Einhverjir voru tvístígandi en þó voru hópar sem létu vaða og afbókuðu,“ segir Magnea. Það hafi fyrst og fremst verið fólk sem ætlaði að vera hér í aðdraganda jólanna. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna mjög góða fyrir jól og áramót. „Hótelin í Reykjavík og á Suðurlandi og alveg austur að Jökulsárlóni eru með mjög góða bókunarstöðu,“ segir hann og bætir við að hótelin í Reykjavík séu nánast uppbókuð. Hins vegar sé minna á Austfjörðum, Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi. „Sum hótel eru bara alveg lokuð þar um jólin.“ Davíð Torfi segir verkfallið hafa haft áhrif, en það hafi mest verið í formi fyrirspurna. „Það var komið töluvert af afbókunum en svo hefur fyllst upp í það aftur.“ Breska blaðið Telegraph fjallar um uppvöxt ferðaþjónustunnar í grein sem birtist á vef blaðsins á mánudaginn. Þar segir að búist sé við því að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Árið 2016 hafi komið hingað 5,4 ferðamenn á hvern íbúa. Nú nálgist það 7 ferðamenn á hvern íbúa. Efasemdir hafi komið upp um að fjölgun ferðamanna hér sé sjálfbær. Telegraph segir að landið veki athygli fólks sem hefur séð fallega náttúruna í sjónvarpsþáttum og Hollywood-bíómyndum eins og Game of Thrones, Star Wars og Interstellar. Það kann svo að hafa áhrif að í nýlegri grein í Hollywood Reporter var landið nefnt sem mögulegur áfangastaður í brúðkaupsferð Harrys Bretaprins og Meghan Markle, unnustu hans. Þau hafa ákveðið að ganga í hjónaband 19. maí næstkomandi. John Spence, forstjóri ferðaskrifstofunnar Scott Dunn, segir í samtali við Hollywood Reporter að Deplar í Fljótum gætu vakið athygli þeirra. Þar séu 13 svefnherbergi sem hægt er að taka frá og þar sé góð þjónusta. „Ég held þau hefðu mjög gaman af því að fara á kajak, í hvalaskoðun, í fluguveiði, gönguferðir, á hestbak og jafnvel á brimbretti,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira