Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2017 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2017 16:30 Þau sem eru tilnefnd til Manns ársins Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á manni ársins 2017 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þann sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega eitt þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík Síðdegis. Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Hin tilnefndu má sjá hér að neðan í engri sérstakri röð. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Grímur Grímsson Yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu sem svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í umfangsmiklu sakamáli sem leiddi til nítján ára fangelsisdóms yfir Thomasi Möller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þótti sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Stúlkurnar fjórar og Bergur Þór Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir stigu fram undir merkjum #höfumhátt eftir umfjöllun í fjölmiðlum um uppreist æru kynferðisbrotamanna. Faðir Nínu, leikarinn Bergur Þór Ingólfsson, fór mikinn í baráttu sinni fyrir svörum frá yfirvöldum. Vísir/Stefán/Ernir Þátttakendur í #MeToo Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni. Þær krefjast breytinga í flestum hópum samfélagsins. Þær hafa deilt nafnlausum reynslusögum af áreiti, áreitni og ofbeldi, og kallað eftir því að karlmenn sýni ábyrgð. Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni.Vísir Heimir Hallgrímsson Karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Ísland hafnaði í efsta sæti síns riðils í undankeppninni sem þótti afar sterkur. Strákarnir hafa aldrei áður komist í lokakeppni HM. Heimir hefur fylgt eftir frábærum árangri sem hann náði með Svíann Lars Lagerbäck sér við hlið. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins.Vísir/Eyþór Inga Sæland Formaður Flokks fólksins sem fékk 6,9% fylgi í Alþingiskosningum í október, og ötull málsvari fyrir betri kjörum öryrkja og aldraðra. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Hanna John Snorri Sigurjónsson Fjallgöngugarpur sem kleif þrjá af hæstu tindum heims á árinu; Broad Peak, Lhotse og K2. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að klífa fjöllin þrjú. Það voru fagnaðarfundir á Keflavíkurflugvelli í ágúst þegar John Snorri kom heim.Vísir/Jói K Katrín Jakobsdóttir Vinsælasti stjórnmálamaður landsins undanfarin ár tók við embætti forsætisráðherra síðla árs. Aðeins önnur konan til að gegna stöðunni. Hún leiðir samstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kom mörgum á óvart að varð lendingin eftir kosningar í október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Stefán Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafía Þórunn keppti á LPGA atvinnumótaröðinni fyrst íslenskra kvenna á árinu og náði góðum árangri. Hún keppti á tæplega 30 mótum á árinu og tryggði sæti sitt á mótaröðinni á næsta ári. Þá var hún valin í Evrópuúrvalið. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fremsti kvenkylfingur landsins.vísir/ernir Stefán Karl Stefánsson Leikarinn hæfileikaríki hefur glímt við erfið veikindi sem hann hefur ekki verið feiminn við að ræða um opinskátt. Hann hefur reynst fólki innblástur, mætt vandanum sínum með jákvæðni að vopni og minnt fólk á að lífið sé núna. Stefán Karl Stefánsson. Vísir/Andri Marínó Vilborg Arna Gissurardóttir Varð í maí fyrst íslenskra kvenna til að komast á topp Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. Um var að ræða þriðju tilraun hennar en fyrri leiðangrar hennar hlutu skjótan endi í kjölfar mannskæðra náttúruhamfara í Nepal. Vilborg Arna Gissurardóttir. Vísir/Eyþór Þá er komið að því. Hver er maður ársins? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á manni ársins 2017 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þann sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega eitt þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík Síðdegis. Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Hin tilnefndu má sjá hér að neðan í engri sérstakri röð. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Grímur Grímsson Yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu sem svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í umfangsmiklu sakamáli sem leiddi til nítján ára fangelsisdóms yfir Thomasi Möller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þótti sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Stúlkurnar fjórar og Bergur Þór Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir stigu fram undir merkjum #höfumhátt eftir umfjöllun í fjölmiðlum um uppreist æru kynferðisbrotamanna. Faðir Nínu, leikarinn Bergur Þór Ingólfsson, fór mikinn í baráttu sinni fyrir svörum frá yfirvöldum. Vísir/Stefán/Ernir Þátttakendur í #MeToo Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni. Þær krefjast breytinga í flestum hópum samfélagsins. Þær hafa deilt nafnlausum reynslusögum af áreiti, áreitni og ofbeldi, og kallað eftir því að karlmenn sýni ábyrgð. Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni.Vísir Heimir Hallgrímsson Karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Ísland hafnaði í efsta sæti síns riðils í undankeppninni sem þótti afar sterkur. Strákarnir hafa aldrei áður komist í lokakeppni HM. Heimir hefur fylgt eftir frábærum árangri sem hann náði með Svíann Lars Lagerbäck sér við hlið. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins.Vísir/Eyþór Inga Sæland Formaður Flokks fólksins sem fékk 6,9% fylgi í Alþingiskosningum í október, og ötull málsvari fyrir betri kjörum öryrkja og aldraðra. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Hanna John Snorri Sigurjónsson Fjallgöngugarpur sem kleif þrjá af hæstu tindum heims á árinu; Broad Peak, Lhotse og K2. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að klífa fjöllin þrjú. Það voru fagnaðarfundir á Keflavíkurflugvelli í ágúst þegar John Snorri kom heim.Vísir/Jói K Katrín Jakobsdóttir Vinsælasti stjórnmálamaður landsins undanfarin ár tók við embætti forsætisráðherra síðla árs. Aðeins önnur konan til að gegna stöðunni. Hún leiðir samstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kom mörgum á óvart að varð lendingin eftir kosningar í október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Stefán Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafía Þórunn keppti á LPGA atvinnumótaröðinni fyrst íslenskra kvenna á árinu og náði góðum árangri. Hún keppti á tæplega 30 mótum á árinu og tryggði sæti sitt á mótaröðinni á næsta ári. Þá var hún valin í Evrópuúrvalið. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fremsti kvenkylfingur landsins.vísir/ernir Stefán Karl Stefánsson Leikarinn hæfileikaríki hefur glímt við erfið veikindi sem hann hefur ekki verið feiminn við að ræða um opinskátt. Hann hefur reynst fólki innblástur, mætt vandanum sínum með jákvæðni að vopni og minnt fólk á að lífið sé núna. Stefán Karl Stefánsson. Vísir/Andri Marínó Vilborg Arna Gissurardóttir Varð í maí fyrst íslenskra kvenna til að komast á topp Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. Um var að ræða þriðju tilraun hennar en fyrri leiðangrar hennar hlutu skjótan endi í kjölfar mannskæðra náttúruhamfara í Nepal. Vilborg Arna Gissurardóttir. Vísir/Eyþór Þá er komið að því. Hver er maður ársins? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent