Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. desember 2017 21:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, býst ekki við því að bandarísk stjórnvöld láti Íslendinga finna fyrir afleiðingum þess að hafa greitt atkvæði gegn þeim um stöðu Jerúsalem á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Aldrei hafi staðið til að láta hótanir þeirra hafa áhrif á atkvæði Íslands. Bandarísk stjórnvöld hótuðu aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna afleiðingum ef þau greiddu atkvæði gegn þeim í allsherjarþinginu í gær. Engu að síður samþykkti afgerandi meirihluti ríkjanna, þar á meðal Ísland, ályktun um að fella úr gildi allar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem. Henni var beint að ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. „Bandaríkjamenn eru okkar vinaþjóð og hefur verið í áratugi,“ segir Guðlaugur Þór. Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, segir að niðurstaða allsherjarþingsins sé afdráttarlaus um að Jerúsalem sé ekki höfuðborg Ísraels að mati alþjóðasamfélagsins. Hún segir fá dæmi um eins greinilega reiði í viðbrögðum Bandaríkjamanna við niðurstöðunni. Jafnvel þegar aðildarríkin féllust ekki á innrás í Írak árið 2003 hafi viðbrögðin verið önnur en nú. „Við erum sjálfstæð þjóð og við höfum okkar stefnu í hinum ýmsu málum á alþjóðavettvangi. Við tökum ákvörðun um þá stefnu út frá bestu vitneskju. Það gerðum við í þessu tilfelli og við munum halda áfram að gera það,“ segir Guðlaugur Þór. Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þóðunum hefur sent út boðskort þar sem fulltrúum nokkurra ríkja heims er boðið í samkvæmi snemma í janúar. 22. desember 2017 08:15 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, býst ekki við því að bandarísk stjórnvöld láti Íslendinga finna fyrir afleiðingum þess að hafa greitt atkvæði gegn þeim um stöðu Jerúsalem á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Aldrei hafi staðið til að láta hótanir þeirra hafa áhrif á atkvæði Íslands. Bandarísk stjórnvöld hótuðu aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna afleiðingum ef þau greiddu atkvæði gegn þeim í allsherjarþinginu í gær. Engu að síður samþykkti afgerandi meirihluti ríkjanna, þar á meðal Ísland, ályktun um að fella úr gildi allar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem. Henni var beint að ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. „Bandaríkjamenn eru okkar vinaþjóð og hefur verið í áratugi,“ segir Guðlaugur Þór. Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, segir að niðurstaða allsherjarþingsins sé afdráttarlaus um að Jerúsalem sé ekki höfuðborg Ísraels að mati alþjóðasamfélagsins. Hún segir fá dæmi um eins greinilega reiði í viðbrögðum Bandaríkjamanna við niðurstöðunni. Jafnvel þegar aðildarríkin féllust ekki á innrás í Írak árið 2003 hafi viðbrögðin verið önnur en nú. „Við erum sjálfstæð þjóð og við höfum okkar stefnu í hinum ýmsu málum á alþjóðavettvangi. Við tökum ákvörðun um þá stefnu út frá bestu vitneskju. Það gerðum við í þessu tilfelli og við munum halda áfram að gera það,“ segir Guðlaugur Þór.
Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þóðunum hefur sent út boðskort þar sem fulltrúum nokkurra ríkja heims er boðið í samkvæmi snemma í janúar. 22. desember 2017 08:15 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þóðunum hefur sent út boðskort þar sem fulltrúum nokkurra ríkja heims er boðið í samkvæmi snemma í janúar. 22. desember 2017 08:15
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43