Sigmundur Davíð krafðist þess að Svandís yrði dregin frá kökuborðinu Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2017 16:25 Sigmundur segir Svandísi hafa ólíkt meiri áhuga á kókostertunni á kökuborði Alþingis en fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins. Alþingi Fjárlög Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira