„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 14:18 Sigmundur Davíð hraðaði sér úr sæti sínu þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu út í fyrirhugað afnám verðtryggingar. „Er hann að éta köku enn eina ferðina?“ spurði Helgi Hjörvar. visir/Daníel Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“
Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira