Átökin á Æsustöðum stóðu yfir í minnst sjö mínútur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2017 12:18 Frá vettvangi að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. vísir/eyþór Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum hafi mátt vera ljóst að ofsafengin atlaga hans gegn Arnari væri til þess fallin að leiða til alvarlegs líkamstjóns. Aðalmeðferð í málinu fór fram í nóvember og komu um tuttugu vitni fyrir dóminn. Þeirra á meðal Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson og fjögur til viðbótar sem fóru ásamt fyrrnefndum tveim á heimili Arnars í Mosfellsdal kvöldið örlagaríka. Sveinn Gestur neitaði því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og sagði Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hlusta áverkanna. Jón Trausti neitaði sök.Bupropion styrkur við eitrunarmörk Meðal gagna málsins er krufningsskýrsla réttarmeinafræðings. þar kemur meðal annars fram að í blóði Arnars hafi fundist mikið magn amfetamíns sem og Bupropion, en styrkur þess hafi verið svo hár að hann hafi verið við eitrunarmörk. Bupropion er efni sem finnst aðallega í þunglyndislyfjum. „Svo mikið magn þessa lyfs í blóði þýði að viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að aukaverkanir lyfsins komi fram en þar á meðal sé mikill æsingur og æsingsóráð,“ segir í dómnum. Í vitnisburði réttarmeinafræðingsins kom fram að í málinu lægju fyrir símaupplýsingar sem sýni að átökin hafi tekið að minnsta kosti sjö mínútur. Þann tíma hafi Arnar barist á móti og vegna átakanna hafi hann þurft meira súrefni. Hafi Arnar verið tekinn í þvingaða frambeygða stöðu með hendur fyrir aftan bak og hluta af líkama Sveins þrýsti á brjósthol hans aftarvert. „Auk þess að vera í þessari stellingu hafi hann verið tekinn hálstaki á sama tíma þótt ekki liggi fyrir hversu lengi hálstakið hafi varað. Í þessu ljósi væru 7 mínútur langur tími. Allt hafi þetta lagst á eitt og valdið dauða Arnars,“ segir í dómnum.Önnur vitni trúverðug Í dómi héraðsdóms segir að önnur vitni, sem hafi verið trúverðug, hafi öll verið efnislega á sama máli um harkalega atlögu Sveins að Arnari. Það þótti sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri. Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi. Að lokinni dómsuppsögu var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum þangað til hann hefur afplánun. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað þann 7. júní. Að auki var honum gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum hafi mátt vera ljóst að ofsafengin atlaga hans gegn Arnari væri til þess fallin að leiða til alvarlegs líkamstjóns. Aðalmeðferð í málinu fór fram í nóvember og komu um tuttugu vitni fyrir dóminn. Þeirra á meðal Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson og fjögur til viðbótar sem fóru ásamt fyrrnefndum tveim á heimili Arnars í Mosfellsdal kvöldið örlagaríka. Sveinn Gestur neitaði því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og sagði Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hlusta áverkanna. Jón Trausti neitaði sök.Bupropion styrkur við eitrunarmörk Meðal gagna málsins er krufningsskýrsla réttarmeinafræðings. þar kemur meðal annars fram að í blóði Arnars hafi fundist mikið magn amfetamíns sem og Bupropion, en styrkur þess hafi verið svo hár að hann hafi verið við eitrunarmörk. Bupropion er efni sem finnst aðallega í þunglyndislyfjum. „Svo mikið magn þessa lyfs í blóði þýði að viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að aukaverkanir lyfsins komi fram en þar á meðal sé mikill æsingur og æsingsóráð,“ segir í dómnum. Í vitnisburði réttarmeinafræðingsins kom fram að í málinu lægju fyrir símaupplýsingar sem sýni að átökin hafi tekið að minnsta kosti sjö mínútur. Þann tíma hafi Arnar barist á móti og vegna átakanna hafi hann þurft meira súrefni. Hafi Arnar verið tekinn í þvingaða frambeygða stöðu með hendur fyrir aftan bak og hluta af líkama Sveins þrýsti á brjósthol hans aftarvert. „Auk þess að vera í þessari stellingu hafi hann verið tekinn hálstaki á sama tíma þótt ekki liggi fyrir hversu lengi hálstakið hafi varað. Í þessu ljósi væru 7 mínútur langur tími. Allt hafi þetta lagst á eitt og valdið dauða Arnars,“ segir í dómnum.Önnur vitni trúverðug Í dómi héraðsdóms segir að önnur vitni, sem hafi verið trúverðug, hafi öll verið efnislega á sama máli um harkalega atlögu Sveins að Arnari. Það þótti sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri. Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi. Að lokinni dómsuppsögu var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum þangað til hann hefur afplánun. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað þann 7. júní. Að auki var honum gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14
Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42