T.J. Miller sakaður um kynferðisbrot Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 20:18 T.J. Miller. Vísir/Getty Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn T.J. Miller hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Fjölmiðillinn The Daily Beast ræðir við konuna sem kemur ekki fram undir nafni. Hún er kölluð Sarah í viðtalinu en hún lýsir tveimur brotum Miller. Í grein Daily Beast um málið kemur fram að blaðamenn fjölmiðilsins hafi fengið staðfestingar á frásögn konunnar frá þeim sem þekkja til málsins. Konan segir Miller, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanþáttunum Silicon Valley, hafa tekið þéttingsfast um háls hennar og þrengt þannig að öndunarvegi hennar án hennar samþykkis. Þá segir hún hann einnig hafa stungið bjórflösku upp í endaþarm hennar án hennar samþykkis. Þeir sem bjuggu með konunni á þessum tíma rifjuðu upp að þeir hefðu heyrt þegar hún náði ekki andanum og að þeir hefðu haft áhyggjur af marblettum sem þeir sáu á henni daginn eftir. Fjölmiðlar ytra segja orðróm um þetta mál hafa fylgt Miller lengi en konan leitaði til lögreglu á háskólasvæði George Washington-háskólans því hún vildi ekki fara með málið fyrir lögregluyfirvöld í borginni. Var mál hennar því tekið fyrir af skólayfirvöldum sem tjáðu henni nokkrum vikum síðar að mál hennar hefði verið leyst, en henni var ekki sagt hvernig var tekið á því. Miller útskrifaðist frá háskólanum en fjölmiðlar ytra segja ekki ljóst hvort hann hafi verið neyddur til að gera það fyrr vegna málsins. Miller sendir frá sér yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Kate, sem var bekkjarfélagi hans í háskóla, vegna málsins þar sem þau neita þessum ásökunum. „Við hittum þessa konu fyrir meira en áratug þegar við stunduðum nám saman í háskóla. Hún reyndi að stía okkur í sundur á þeim tíma og undirbjó það í heilt ár áður en hún lagði fram mótsagnakenndar ásakanir. Hún reyndi að gera okkur bæði tortryggileg og fá okkur upp á móti hvort öðru,“ segir í yfirlýsingu hjónanna.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira