Erlent

Herða öryggisgæslu eftir sjálfsvíg Praljak

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Enginn öryggisvörður var nógu nálægt Praljak til að koma auga á eitrið.
Enginn öryggisvörður var nógu nálægt Praljak til að koma auga á eitrið. Vísir/Getty
Rannsakendur við alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag reyna nú að koma til botns í því hvernig stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak komst með eitur inn í dómsal. Praljak lést síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa innbyrt blásýru eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.

Lögreglan í Hollandi mun einnig rannsaka atvikið og þá sérstaklega hvernig Praljak kom höndum yfir eitrið.

Líklega verður fyrst litið á augljóstasta misbrestinn í öryggisgæslunni, að enginn vörður hafi setið við hlið Praljak í dómsal. Venja er fyrir því að minnst einn öryggisvörður vakti hvern sakborning við dómstólinn. Þegar dómur var kveðinn upp yfir Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, voru til að mynda tveir verðir sem vöktuðu hann.

Tveir öryggisverðir voru í salnum en hvorugur tók eftir flöskunni sem Praljak hélt á þegar dómurinn var kveðinn upp.

Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Atvikið átti sér stað staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana.

Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×