Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2017 10:21 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Vísir/Ernir Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50
Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00