Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Katrín og Guðmundur eru vinir til margra ára. Engu að síður kom símtalið Guðmundi á óvart. vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50