Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Katrín og Guðmundur eru vinir til margra ára. Engu að síður kom símtalið Guðmundi á óvart. vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50