Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:00 Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira