Innlent

Örninn fer í Laugardalinn

Baldur Guðmundsson skrifar
Haförn í Húsdýragarðinum.
Haförn í Húsdýragarðinum. vísir/stefán
Haförninn, sem veiðimaðurinn Snorri Rafnsson gómaði á dögunum, verður fluttur í Húsdýragarðinn í Laugardal í dag, föstudag. Frá þessu greinir Snorri á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Örninn, líklega ungur karlfugl, hefur verið í umsjá Snorra í rúma viku en hann var mjög veikburða þegar hann náðist. Snorri fór með fuglinn í reiðskemmu skammt frá Ólafsvík, þar sem hann býr, á miðvikudag en örninn hóf sig ekki til flugs, eins og vonir höfðu staðið til um. Hann mun að sögn þurfa á frekari endurhæfingu að halda, áður en honum verður sleppt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×