Snapchat-stjarnan Vargurinn fangaði örn skammt frá Ólafsvík Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:10 Snorri Rafnsson með örninn sem hann fangaði um átta kílómetra frá Ólafsvík. Hann sýndi ferlið allt saman á Snapchat. Stefán Hilmarsson Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira