Snapchat-stjarnan Vargurinn fangaði örn skammt frá Ólafsvík Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:10 Snorri Rafnsson með örninn sem hann fangaði um átta kílómetra frá Ólafsvík. Hann sýndi ferlið allt saman á Snapchat. Stefán Hilmarsson Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent