Innlent

Fregna að vænta frá Strassborg

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. VÍSIR/VILHELM

Mannréttindadómstóll Evrópu, sem hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi, mun klukkan 9 að íslenskum tíma kveða upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu.

Málið lýtur að dómi Landsdóms í apríl 2012 sem fann Geir sekan um að hafa vanrækt embættisskyldur sínar. Var hann ekki talinn hafa haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins árið 2008, sem brýtur í bága við 17. grein stjórnarskrárinnar.

Honum var ekki gerð refsing. Þá var hann jafnframt sýknaður í þremur ákæruliðum og tveimur vísað frá.

Kvörtun Geirs til Mannréttindadómstólsins laut að því að ákæran til Landsdóms hafi verið á pólitískum grundvelli. Þá hafi verið gallar á málatilbúnaðinum og Landsdómur ekki verið sjálfstæður og óvilhallur. Þar að auki sé sé stjórnarskrárákvæðið óskýrt og erfitt hefði verið fyrir hann að sjá að framganga hans myndi ganga í berhögg við það.

Geir kærði málið til Mannréttindadómstólsins í október 2012. Rúmu ári síðar ákvað dómstóllinn að taka það fyrir.


Tengdar fréttir

Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur

"Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.