Sögulegur dómur að mati mannréttindalögmanns Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:45 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira