Ekkert lát á hríðarveðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 20:54 Myndin er tekin á Akureyri í óveðri þar fyrir nokkrum árum. vísir/auðunn Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð. Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð.
Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57