Ekkert lát á hríðarveðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 20:54 Myndin er tekin á Akureyri í óveðri þar fyrir nokkrum árum. vísir/auðunn Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð. Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Ekkert lát er á hríðarveðrinu sem geisað hefur allt frá Vestfjörðum austur á Austfirði undanfarinn sólarhring og virðist sem spá Veðurstofunnar um að veðrinu sloti ekki fyrr en á laugardag ætli að ganga eftir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vegna óveðursins hefur vegum verið lokað víða um land en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri óvanalegt að loka þurfi svo mörgum vegum í jafn langan tíma og nú. Á meðal þeirra vega sem eru lokaðir eru Holtavörðuheiði, Víkurskarð, Mývatns-og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Á vef Vegagerðarinnar segir að í kvöld, nótt og fyrramálið verði ofankoma og mjög lítið skyggni frá Vestfjörðum og austur á miðja Austfirði. Þannig hvessi enn frekar á Austurlandi í kvöld og sunnan Vatnajökuls einnig. Reikna megi með að hviður geti náð allt að 45 metrum á sekúndu frá Breiðamerkursandi og austur á firði. Þá gætu hviður farið upp í 35 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Veður skánar nánast ekkert á morgun og allar líkur á stórhríðarveðri, en lítið eitt dregur þó úr vindi norðvestan til þegar líður á morgundaginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stórhríð á fjallvegum á Norðausturlandi og þá sé líka hríð niðri við sjávarmál á norðurströndinni. Þá sé enn talsverð hríð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta heldur bara svona meira og minna óbreytt áfram á morgun. Það hvessir heldur um hádegi á morgun suðaustanlands og á Austfjörðum. Svo er bara áfram alls ekkert ferðaveður. Annað kvöld lægir svo á Vestfjörðum og svo lægir hægt og rólega til austurs á laugardeginum og þetta ætti þá að vera gengið yfir seint á laugardagskvöld á annesjum á Austurlandi,“ segir Daníel.Áætlaðar lokanir vega vegna veðursSuðausturland: búið að opna en þó enn hætta á að vegur lokist aftur í dag. Suðurland: Opið en mjög hvasst og nokkur hætta á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Líkur eru á að leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall lokist um miðjan dag. Siglufjarðarvegur er orðinn ófær. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós. Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.LokunMosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar.Klettháls er nú lokaður og einnig er vegur 60 lokaður við Geiradalsá en hjáleið um vetrarveg.Holtavörðuheiði er lokuð og verður ekki opnuð í kvöld en hjáleið er um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.Víkurskarð, Hófaskarð og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.Fjarðarheiði er lokuð.Færð og aðstæðurHálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þungfært er vestanmegin í Hrútafirði.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.Það er víða snjóþekja á Norðurlandi og þæfingur í Eyjafirði og á nokkrum örðum leiðum. Ófært er um Siglufjarðarveg.Á Austurlandi er víða ófært á fjallvegum og skafrenningur eða jafnvel stórhríð.
Veður Tengdar fréttir Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Austurland einangrað Austurland og Austfirðir einangruð landleiðina frá öðrum landshlutum 23. nóvember 2017 06:57