Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Að mati Geirs vann hann Landsdómsmálið efnislega. Hann unir niðurstöðu MDE. vísir/vilhelm Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strasbourg í gær. Niðurstaða MDE um sýknu ríkisins var mjög afdráttarlaus. Geir taldi að málsmeðferð íslenska ríkisins í málinu hefði brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) en hún kveður á um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá taldi hann einnig að brotið hefði verið gegn 7. gr. sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé að gera manni refsingu nema hann hafi brotið gegn lögum. Í máli Geirs fyrir dómnum var meðal annars sett út á rannsókn þingmannanefndarinnar, að brotið hafi verið gegn rétti hans til að tjá sig á rannsóknarstigi málsins og að málsókn gegn honum hafi verið pólitísk. Þá hafi aðgangur hans að gögnum málsins ekki verið fullnægjandi. Þá taldi Geir saksóknara málsins, Sigríði Friðjónsdóttur, vera vanhæfa þar sem hún hafði gefið sérfræðiálit á meðan á rannsókn málsins stóð. Þessu hafnaði dómurinn. Benti hann meðal annars á að Geir hefði staðið til boða að tjá sig en hann ekki nýtt sér það. Þá taldi dómurinn að þó ákvörðun um málsóknina hafi verið tekin af þinginu hafi málsmeðferðin í kjölfarið ekki brotið gegn ákvæðum sáttmálans. Þá var ekki talið að 6. gr. MSE fæli í sér rétt til þess að saksóknari málsins væri hlutlaus.Þá taldi Geir það brjóta gegn rétti hans að lagaákvæði þau sem hann var talinn brjóta gegn væru ekki nægilega skýrar og afdráttarlausar refsiheimildir. Háttalag hans í starfi sem forsætisráðherra hefði verið í samræmi við áratuga venju. Í dómi Landsdóms var talið að óformleg samtöl leiðtoga ríkisstjórnarinnar gætu ekki leyst forsætisráðherra undan þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði að virða Geir það til „stórkostlegs gáleysis“ að hafa látið farast fyrir að taka fyrir á stjórnarfundum þann háska sem yfirvofandi var. Dómarar MDE voru sammála um að sýkna ríkið af kröfum sem varða brot gegn 6. gr. MSE. Einn dómari af sjö skilaði hins vegar sératkvæði varðandi brot gegn 7. gr. MSE og tók undir þau sjónarmið sem fram komu í atkvæði minnihluta Landsdóms um að refsiheimildin hafi ekki verið nægilega skýr. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá [MDE] hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn [MSE],“ segir í yfirlýsingu frá Geir H. Haarde. Hann bætir því við að hann virði niðurstöðu MDE. „Mér finnst skiljanlegt að Geir hafi látið á þetta reyna enda var mál hans mjög merkilegt og um óvenjuleg réttarhöld að ræða,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Geir Gestsson. „Það kemur mér nokkuð á óvart, miðað við hvað niðurstaða MDE í málinu er afgerandi, að málið hafi fengið efnismeðferð fyrir dómnum í upphafi. Slíkt þýðir oft að þú sért með sterkan málsstað og í raun bjóst ég ekki við fyrirfram að ríkið yrði sýknað,“ segir Geir. Birtist í Fréttablaðinu Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strasbourg í gær. Niðurstaða MDE um sýknu ríkisins var mjög afdráttarlaus. Geir taldi að málsmeðferð íslenska ríkisins í málinu hefði brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) en hún kveður á um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá taldi hann einnig að brotið hefði verið gegn 7. gr. sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé að gera manni refsingu nema hann hafi brotið gegn lögum. Í máli Geirs fyrir dómnum var meðal annars sett út á rannsókn þingmannanefndarinnar, að brotið hafi verið gegn rétti hans til að tjá sig á rannsóknarstigi málsins og að málsókn gegn honum hafi verið pólitísk. Þá hafi aðgangur hans að gögnum málsins ekki verið fullnægjandi. Þá taldi Geir saksóknara málsins, Sigríði Friðjónsdóttur, vera vanhæfa þar sem hún hafði gefið sérfræðiálit á meðan á rannsókn málsins stóð. Þessu hafnaði dómurinn. Benti hann meðal annars á að Geir hefði staðið til boða að tjá sig en hann ekki nýtt sér það. Þá taldi dómurinn að þó ákvörðun um málsóknina hafi verið tekin af þinginu hafi málsmeðferðin í kjölfarið ekki brotið gegn ákvæðum sáttmálans. Þá var ekki talið að 6. gr. MSE fæli í sér rétt til þess að saksóknari málsins væri hlutlaus.Þá taldi Geir það brjóta gegn rétti hans að lagaákvæði þau sem hann var talinn brjóta gegn væru ekki nægilega skýrar og afdráttarlausar refsiheimildir. Háttalag hans í starfi sem forsætisráðherra hefði verið í samræmi við áratuga venju. Í dómi Landsdóms var talið að óformleg samtöl leiðtoga ríkisstjórnarinnar gætu ekki leyst forsætisráðherra undan þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði að virða Geir það til „stórkostlegs gáleysis“ að hafa látið farast fyrir að taka fyrir á stjórnarfundum þann háska sem yfirvofandi var. Dómarar MDE voru sammála um að sýkna ríkið af kröfum sem varða brot gegn 6. gr. MSE. Einn dómari af sjö skilaði hins vegar sératkvæði varðandi brot gegn 7. gr. MSE og tók undir þau sjónarmið sem fram komu í atkvæði minnihluta Landsdóms um að refsiheimildin hafi ekki verið nægilega skýr. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá [MDE] hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn [MSE],“ segir í yfirlýsingu frá Geir H. Haarde. Hann bætir því við að hann virði niðurstöðu MDE. „Mér finnst skiljanlegt að Geir hafi látið á þetta reyna enda var mál hans mjög merkilegt og um óvenjuleg réttarhöld að ræða,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Geir Gestsson. „Það kemur mér nokkuð á óvart, miðað við hvað niðurstaða MDE í málinu er afgerandi, að málið hafi fengið efnismeðferð fyrir dómnum í upphafi. Slíkt þýðir oft að þú sért með sterkan málsstað og í raun bjóst ég ekki við fyrirfram að ríkið yrði sýknað,“ segir Geir.
Birtist í Fréttablaðinu Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18
Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00