Innlent

Ekkert dró úr rafleiðni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mikið er í ánni.
Mikið er í ánni. Visir/Pjetur
Ekkert dró úr rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum í nótt frá því sem verið hefur síðustu sólarhringa og rennslið í ánni er enn mjög mikið miðað við árstíma, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar snemma í morgun.

Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni jafnframt farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er.

Eins og fram hefur komið benda sterkar líkur til að heita vatnið, sem borist hefur út í ánna, komi úr Kverkfjöllum.

Það segja jarðvísindamenn vera góð tíðindi því þá séu mun minni líkur á stóru hlaupi en ef það kæmt til dæmis úr Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×