Erlent

Gátan um Barnaby ráðin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Barnaby Joyce í þungum þönkum á ástralska þinginu.
Barnaby Joyce í þungum þönkum á ástralska þinginu. Visir/Getty

Ástralski aðstoðarforsætisráðherrann Barnaby Joyce og fjórir aðrir þingmenn á ástralska þinginu hafa verið sviptir þingsætum sínum sökum þess að fólkið var með tvöfaldan ríkisborgararétt. Slíkt er andstætt áströlsku stjórnarskránni.

Meirihlutinn á ástralska þinginu hefur hangið á bláþræði og brotthvarf Joyce gerir það að verkum að meirihlutinn er fallinn. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segir úrskurðinn mikið áhyggjuefni en vonar þó að þetta leiði ekki til falls ríkisstjórnar hans.

Joyce ætlar þó að bjóða sig fram í sérstökum aukakosningum sem halda á innan tíðar en málið hefur vakið mikla athygli í Ástralíu síðustu mánuði.

Aðstoðarforsætisráðherrann var með nýsjálenskt ríkisfang auk þess ástralska en segist ekki hafa vitað af því þegar hann bauð sig fram á þing. Hann er fæddur í Ástralíu en fékk nýsjálenska ríkisfangið í gegnum föður sinn.

„Ég hafði enga ástæðu til þess að vita að ég væri ríkisborgari í öðru landi en Ástralíu. Þannig er þessu háttað. Nú verð ég bara að gæta þess að gráta ekki ofan í bjórinn minn,“ segir aðstoðarforsætisráðherrann við fjölmiðla ytra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.