Bjart yfir Austfirðingum vegna Norðfjarðarganga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 13:57 Austfirðingar fagna Norðfjarðargöngum og löng röð myndaðist við göngin því fólk var spennt að berja þau augum í fyrsta skiptið. Kristín Hávarðsdóttir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir
Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00