Bjart yfir Austfirðingum vegna Norðfjarðarganga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 13:57 Austfirðingar fagna Norðfjarðargöngum og löng röð myndaðist við göngin því fólk var spennt að berja þau augum í fyrsta skiptið. Kristín Hávarðsdóttir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Kristín Hávarðsdóttir, íbúi á Norðfjörðum, segir að Austfirðingar séu himinlifandi með nýopnuð Norðfjarðargöng. Göngin eru 7,9 kílómetra löng og stytta leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um fjóra kílómetra og leysa af erfiðan fjallveg um Oddskarð. Göngin eru langþráður áfangi í samgöngusögu Austfirðinga og mikilvægt öryggisatriði fyrir íbúa. Um helgina var margt um manninn fyrir austan. Fólk var saman komið til þess að fagna þessum tímamótum og greina mátti langa bílaröð að göngunum þar sem fólk var spennt að berja Norðfjarðargöngin augum í fyrsta sinn.Stefán Þorleifsson, íbúi á Norðfirði, með borðann að Norðfjarðargöngum. Hann er hundrað og eins árs að aldri og var fyrstur til að keyra í gegnum göngin.Kristín HávarðsdóttirBylting í samgöngusögu Austfjarða„Þetta er fólk sem kemur alls staðar að. Ég veit að Djúpavogsbúar komu og það komu hjón frá Akureyri til að taka þátt í þessu. Það eru allir búnir að bíða eftir þessu svo hrikalega lengi. Þetta er bara bylting. Maður varla tímir að keyra í gegn þetta er svo flott,“ segir Kristín sem lýsir andrúmsloftinu á Austfjörðum. Hún segir að gríðarlega bjart sé yfir Austfirðingum, þeir séu ánægðir með hvernig til tókst. Blásið hefur verið til hátíðarhalda alla helgina. „Það eru búin að vera hátíðarhöld hérna alla helgina. Það var flugeldasýning í gærkvöldi og Mugison tónleikar á föstudagskvöldinu og ofboðslega mikið um að vera. Það var öllu tjaldað til.“Brýnt öryggisatriðiKristín segir að göngin séu algjört öryggisatriði. „Ég held það hafi verið það stærsta sem fékk fólk til að berjast fyrir þessu af því að sjúkrahúsið er hérna. Maður veit alveg að fólk hefur farið í útköll í sjúkrabíl og annar sjúkraflutningamaðurinn hefur kannski verið á undan bílnum að moka sig í gegnum skaflana. Kannski ferð sem hefur tekið allt upp í sex, sjö klukkutíma sem ætti ekki að taka nema klukkutíma þannig að nú er þessi óvissa úr sögunni,“ segir Kristín sigri hrósandi.Flugeldum var skotið upp til þess að fagna þessari miklu samgöngubót.Kristín Hávarðsdóttir
Tengdar fréttir Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00