Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 06:33 Michel Barnier segir alla þurfa að vera búnir undir það að viðræðurnar sigli í strand. Vísir/AFP Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs. Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs.
Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
„Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50
Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49