Sjúkrabíll fékk ekki að keyra með sjúkling í gegnum Norðfjarðargöng á opnunardaginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 10:57 Hjalti Þórarinn Ásmundsson er ósáttur við að sjúkrabíllinn sem flutti hann slasaðan á sjúkrahús á laugardag hafi ekki fengið leyfi til að nota nýju Norðfjarðargöngin vegna vígsluhátíðar ganganna. Samsett Sjúkraflutningamenn fengu ekki leyfi til þess að keyra í gegnum Norðfjarðargöng á laugardag því að það átti að vera hátíðaropnun á sama tíma þar sem yrði klippt á borðann áður en heimamenn fengu að keyra í gegn. Hjalti Þórarinn Ásmundsson fór úr olnbogalið í glímu rétt eftir hádegið á laugardag og segist ósáttur við að sjúkrabílinn sem keyrði með hann á sjúkrahús hafi ekki fengið að stytta sér leið í gegnum göngin. Hann segist þess í stað þurft að fara sárkvalinn lengri leið á holóttum fjallavegi yfir Oddskarðið. Slökkviliðsstjóri segir að þetta hafi verið rétta ákvörðunin í ljósi aðstæðna. Óskuðu eftir leyfi„Þegar við hringdum á sjúkrabíl klukkan 12:23 þá komu þeir tuttugu mínútum síðar og þá óskuðu þeir strax eftir því að fá að keyra í gegnum göngin, eftir að þeir sáu hvernig höndin á mér var. Svo var ég settur í bílinn og keyrt af stað. Bílstjórinn var í sambandi við slökkviliðsstjórann á svæðinu á leiðinni um það hvort hann fengi að fara í gegnum göngin. Það var alltaf í skoðun en svo þegar við vorum komin fyrir ofan álverið fengum við neitun um það, það væri ekki hægt.“ Sjúkrabíllinn var lengi að koma á staðinn vegna misskilnings á milli neyðarlínunnar og þess sem hringdi, talið var að meiðsl hans væru vægari en þau voru. Hann sýnir því þó mikinn skilning enda um misskilning að ræða. Hjalti segir að sjúkrabíllinn hafi svo verið komin við göngin um klukkan hálf tvö, á svipuðum tíma og opnunarhátíðin átti að fara fram. „Það átti að vera formleg opnun klukkan hálf tvö. Sjúkrabílar voru samt búnir að keyra margoft þarna í gegn, einnig rútur fyrir Alcoa. Hnífurinn stóð því ekki í kúnni þar.“ Mikil hátíðarhöld voru skipulögð hjá heimamönnum alla helgina vegna opnun Norðfjarðarganga. Á föstudaginn héldu íþróttafélögin Austri og Þróttur hlaup um göngin og tók fjöldi fólks þátt; ýmist á fæti, á hjólum eða brettum. Á laugardaginn voru svo yfir þúsund manns viðstaddir þegar göngin voru formlega opnuð bílaumferð. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytinu voru yfir þúsund manns viðstaddir. Að lokinni athöfninni við gangamunnann Eskifjarðarmegin verður ekið í gegnum göngin í Dalahöllina í Fannardal í Norðfirði þar sem fólki var boðið í kaffi.Við borðann fyrir opnunina: Frá hægri: Steingrímur J. Sigfússon, Hreinn Haraldsson, Jón Gunnarsson, Stefán Þorleifsson, Kristján L. Möller, Anna Hallgrímsdóttir og Benedikt Jóhannesson.AðsentVersta bílferð ævinnar„Við fengum enginn svör nema bara að við mættum ekki fara í gegn. Ég þekki samt einn í lögreglunni hérna og hann sagði mér að þeir fengu aldrei fyrirspurn um það hvort bíllinn mætti fara í gegn. Þetta hefur því sennilega aldrei farið lengra en til slökkviliðsins,“ segir Hjalti. „Lögreglan sem var í umferðareftirliti höfðu stillt þessu upp þannig að það væri ekkert mál að opna svo sjúkrabíll gæti keyrt í gegn eða einhver neyðarbíll.“ Hjalti er mjög ósáttur við neitunina sem sjúkrabifreiðin fékk og telur að það hefði verið hægt að hliðra til í hátíðarhöldum í augnablik svo sjúkrabíll gæti keyrt í gegnum þau, sérstaklega þar sem hringt var á undan svo fyrirvari gafst til þess. „Þar af leiðandi upplifði ég hræðilegustu og verstu bílferð ævi minnar en við þurftum að keyra Oddsskarðið með öllum þeim hólum, hæðum og hossum með höndina úr lið því það mátti ekki trufla opnunarhátíð ganganna. Flott að fá ekki að nýta þessu góðu samgöngubót þegar þörfin er brýn,“ segir Hjalti um atvikið. Hann segir að ferðalagið í sjúkrabílnum hefði ekki aðeins verið bærilegra ef fengist hefði leyfi til að nota göngin heldur hefði það líka tekið mun styttri tíma. „Bílferðin var alveg skelfileg, við vorum alveg klukkutíma frá Reyðarfirði yfir á Norðfjörð. Það var ekki hægt að keyra hratt þar sem þá reyndi svo mikið á höndina sem var ekki í lið. Það var alveg absúrt að fá ekki að fara í gegnum göngin.“ Hjalti hefur búið á Reyðarfirði frá fæðingu og segir að hann muni án efa nota þessi göng í framtíðinni. Norðfjarðargöng leysa af fjallveginn um Oddsskarð sem liggur í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli.Hjalti Þórarinn ÁsmundssonHefði tekið of langan tíma„Ég tók þessa ákvörðun þar sem ég var hér á vaktinni á laugardag þegar þetta var,“ staðfestir Guðmundur Helgi Sigfússon Slökkviliðsstjóri í Fjarðarbyggð. „Þegar þessi sjúkraflutningur kemur upp, þessi þörf til að flytja þennan sjúkling á Norðfjörð á sjúkrahús sem var slasaður á hendi og ekki með nein lífsógnandi meiðsl, þá var verið að vígja göngin akkúrat á þessari mínútu sem þessi sjúkraflutningur átti sér stað.“ Guðmundur Helgi segir að aðstæður við göngin hafi verið þannig við opnunina að það hefði verið of tímafrekt að gera sjúkrabifreið fært að fara þar í gegn. „Það voru á bilinu 2000 til 3000 manns í munnanum Eskifjarðarmegin. Bílarnir sem þetta fólk var á voru allir á veginum frá munna og að út að gatnamótum nánast, við Eskifjörð. Það var ekki bílfært á milli bílaraðanna, ekki hægt að koma akandi að göngunum. Í þessu tilfelli þá tókum við bara þá ákvörðun að það væri bara allt of langur tími sem það þyrfti til að koma þessu öllu frá, svo hægt væri að fara í gegnum göngin frekar en að fara í gegnum skarðið. Við völdum því að sú leið væri skárri kostur þó að það væri meira hnjask og annað slíkt.“Austfirðingar fögnuðu Norðfjarðargöngum á laugardag.Kristín HávarðsdóttirHefði tekið sömu ákvörðun með sjúkling í lífshættuAð hans mati hefði nánast ekki verið gerlegt að gera ráðstafanirnar til þess að gera sjúkrabíl fært að fara þessa leið, það hefði allavega tekið 30 til 40 mínútur að færa fólk og bíla frá. „Við höfðum átta mínútur til að taka þessa ákvörðun. Þannig að það var ekki hægt í rauninni, því miður. Ég velti því reyndar fyrir mér að þó að þetta hefði verið lífsógnandi flutningur, þá hugsa ég að við hefðum farið þá leiðina líka vegna þess að við hefðum alltaf verið fljótari að fara yfir skarðið heldur en hitt.“ Hann segir að í nokkrum tilfellum hafi steypubílar, vinnulyftur og stór vinnutæki verið rudd í burtu og færð til að gera greiða leið fyrir sjúkraflutninga, áður en göngin voru opnuð. „Síðustu tvö árin, alveg frá því að gatið kom í gegnum fjallið, þá höfum við alltaf notið mikillar velvildar og aðstoðar verktaka Vegagerðarinnar til þess að fara í gegn þegar við höfum þurft. Það hefur aldrei staðið á því og þetta hefur verið mjög góð samvinna. Alltaf þegar veðurspáin var slæm voru verktakarnir með það á bakvið eyrað að skilja við svæðið þannig að hægt væri að keyra þarna í gegn.“Algjör byltingÍ þessu tilfelli hafi ekki verið að banna neinum að fara í gegnum göngin. „Það var bara ekki framkvæmanlegt á þessum tímapunkti, þetta var eini tímapunkturinn sem það var nánast ógerlegt.“ Fólk hefur beðið spennt eftir opnun Norðfjarðarganga og mættu margir á laugardaginn til þess að vígja þau. „Göngin voru bara ekki komin í notkun og leiðin yfir Oddskarð var mjög vel fær og í lagi. Fyrir utan það að á henni var mjög lítil traffík því það voru allir í nýju göngunum að taka þau í notkun,“ segir Guðmundur Helgi. Hann telur að Norðfjarðargöng muni breyta mikið samgöngum á svæðinu, stytti aksturstímann og skapi öryggi í samgöngum yfir á Norðfjörð. „Þetta er algjör bylting.“ Tengdar fréttir Bjart yfir Austfirðingum vegna Norðfjarðarganga Austfirðingar fagna Norðfjarðargöngum og löng röð myndaðist við göngin því fólk var spennt að berja þau augum í fyrsta skiptið. 12. nóvember 2017 13:57 Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Sjúkraflutningamenn fengu ekki leyfi til þess að keyra í gegnum Norðfjarðargöng á laugardag því að það átti að vera hátíðaropnun á sama tíma þar sem yrði klippt á borðann áður en heimamenn fengu að keyra í gegn. Hjalti Þórarinn Ásmundsson fór úr olnbogalið í glímu rétt eftir hádegið á laugardag og segist ósáttur við að sjúkrabílinn sem keyrði með hann á sjúkrahús hafi ekki fengið að stytta sér leið í gegnum göngin. Hann segist þess í stað þurft að fara sárkvalinn lengri leið á holóttum fjallavegi yfir Oddskarðið. Slökkviliðsstjóri segir að þetta hafi verið rétta ákvörðunin í ljósi aðstæðna. Óskuðu eftir leyfi„Þegar við hringdum á sjúkrabíl klukkan 12:23 þá komu þeir tuttugu mínútum síðar og þá óskuðu þeir strax eftir því að fá að keyra í gegnum göngin, eftir að þeir sáu hvernig höndin á mér var. Svo var ég settur í bílinn og keyrt af stað. Bílstjórinn var í sambandi við slökkviliðsstjórann á svæðinu á leiðinni um það hvort hann fengi að fara í gegnum göngin. Það var alltaf í skoðun en svo þegar við vorum komin fyrir ofan álverið fengum við neitun um það, það væri ekki hægt.“ Sjúkrabíllinn var lengi að koma á staðinn vegna misskilnings á milli neyðarlínunnar og þess sem hringdi, talið var að meiðsl hans væru vægari en þau voru. Hann sýnir því þó mikinn skilning enda um misskilning að ræða. Hjalti segir að sjúkrabíllinn hafi svo verið komin við göngin um klukkan hálf tvö, á svipuðum tíma og opnunarhátíðin átti að fara fram. „Það átti að vera formleg opnun klukkan hálf tvö. Sjúkrabílar voru samt búnir að keyra margoft þarna í gegn, einnig rútur fyrir Alcoa. Hnífurinn stóð því ekki í kúnni þar.“ Mikil hátíðarhöld voru skipulögð hjá heimamönnum alla helgina vegna opnun Norðfjarðarganga. Á föstudaginn héldu íþróttafélögin Austri og Þróttur hlaup um göngin og tók fjöldi fólks þátt; ýmist á fæti, á hjólum eða brettum. Á laugardaginn voru svo yfir þúsund manns viðstaddir þegar göngin voru formlega opnuð bílaumferð. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytinu voru yfir þúsund manns viðstaddir. Að lokinni athöfninni við gangamunnann Eskifjarðarmegin verður ekið í gegnum göngin í Dalahöllina í Fannardal í Norðfirði þar sem fólki var boðið í kaffi.Við borðann fyrir opnunina: Frá hægri: Steingrímur J. Sigfússon, Hreinn Haraldsson, Jón Gunnarsson, Stefán Þorleifsson, Kristján L. Möller, Anna Hallgrímsdóttir og Benedikt Jóhannesson.AðsentVersta bílferð ævinnar„Við fengum enginn svör nema bara að við mættum ekki fara í gegn. Ég þekki samt einn í lögreglunni hérna og hann sagði mér að þeir fengu aldrei fyrirspurn um það hvort bíllinn mætti fara í gegn. Þetta hefur því sennilega aldrei farið lengra en til slökkviliðsins,“ segir Hjalti. „Lögreglan sem var í umferðareftirliti höfðu stillt þessu upp þannig að það væri ekkert mál að opna svo sjúkrabíll gæti keyrt í gegn eða einhver neyðarbíll.“ Hjalti er mjög ósáttur við neitunina sem sjúkrabifreiðin fékk og telur að það hefði verið hægt að hliðra til í hátíðarhöldum í augnablik svo sjúkrabíll gæti keyrt í gegnum þau, sérstaklega þar sem hringt var á undan svo fyrirvari gafst til þess. „Þar af leiðandi upplifði ég hræðilegustu og verstu bílferð ævi minnar en við þurftum að keyra Oddsskarðið með öllum þeim hólum, hæðum og hossum með höndina úr lið því það mátti ekki trufla opnunarhátíð ganganna. Flott að fá ekki að nýta þessu góðu samgöngubót þegar þörfin er brýn,“ segir Hjalti um atvikið. Hann segir að ferðalagið í sjúkrabílnum hefði ekki aðeins verið bærilegra ef fengist hefði leyfi til að nota göngin heldur hefði það líka tekið mun styttri tíma. „Bílferðin var alveg skelfileg, við vorum alveg klukkutíma frá Reyðarfirði yfir á Norðfjörð. Það var ekki hægt að keyra hratt þar sem þá reyndi svo mikið á höndina sem var ekki í lið. Það var alveg absúrt að fá ekki að fara í gegnum göngin.“ Hjalti hefur búið á Reyðarfirði frá fæðingu og segir að hann muni án efa nota þessi göng í framtíðinni. Norðfjarðargöng leysa af fjallveginn um Oddsskarð sem liggur í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli.Hjalti Þórarinn ÁsmundssonHefði tekið of langan tíma„Ég tók þessa ákvörðun þar sem ég var hér á vaktinni á laugardag þegar þetta var,“ staðfestir Guðmundur Helgi Sigfússon Slökkviliðsstjóri í Fjarðarbyggð. „Þegar þessi sjúkraflutningur kemur upp, þessi þörf til að flytja þennan sjúkling á Norðfjörð á sjúkrahús sem var slasaður á hendi og ekki með nein lífsógnandi meiðsl, þá var verið að vígja göngin akkúrat á þessari mínútu sem þessi sjúkraflutningur átti sér stað.“ Guðmundur Helgi segir að aðstæður við göngin hafi verið þannig við opnunina að það hefði verið of tímafrekt að gera sjúkrabifreið fært að fara þar í gegn. „Það voru á bilinu 2000 til 3000 manns í munnanum Eskifjarðarmegin. Bílarnir sem þetta fólk var á voru allir á veginum frá munna og að út að gatnamótum nánast, við Eskifjörð. Það var ekki bílfært á milli bílaraðanna, ekki hægt að koma akandi að göngunum. Í þessu tilfelli þá tókum við bara þá ákvörðun að það væri bara allt of langur tími sem það þyrfti til að koma þessu öllu frá, svo hægt væri að fara í gegnum göngin frekar en að fara í gegnum skarðið. Við völdum því að sú leið væri skárri kostur þó að það væri meira hnjask og annað slíkt.“Austfirðingar fögnuðu Norðfjarðargöngum á laugardag.Kristín HávarðsdóttirHefði tekið sömu ákvörðun með sjúkling í lífshættuAð hans mati hefði nánast ekki verið gerlegt að gera ráðstafanirnar til þess að gera sjúkrabíl fært að fara þessa leið, það hefði allavega tekið 30 til 40 mínútur að færa fólk og bíla frá. „Við höfðum átta mínútur til að taka þessa ákvörðun. Þannig að það var ekki hægt í rauninni, því miður. Ég velti því reyndar fyrir mér að þó að þetta hefði verið lífsógnandi flutningur, þá hugsa ég að við hefðum farið þá leiðina líka vegna þess að við hefðum alltaf verið fljótari að fara yfir skarðið heldur en hitt.“ Hann segir að í nokkrum tilfellum hafi steypubílar, vinnulyftur og stór vinnutæki verið rudd í burtu og færð til að gera greiða leið fyrir sjúkraflutninga, áður en göngin voru opnuð. „Síðustu tvö árin, alveg frá því að gatið kom í gegnum fjallið, þá höfum við alltaf notið mikillar velvildar og aðstoðar verktaka Vegagerðarinnar til þess að fara í gegn þegar við höfum þurft. Það hefur aldrei staðið á því og þetta hefur verið mjög góð samvinna. Alltaf þegar veðurspáin var slæm voru verktakarnir með það á bakvið eyrað að skilja við svæðið þannig að hægt væri að keyra þarna í gegn.“Algjör byltingÍ þessu tilfelli hafi ekki verið að banna neinum að fara í gegnum göngin. „Það var bara ekki framkvæmanlegt á þessum tímapunkti, þetta var eini tímapunkturinn sem það var nánast ógerlegt.“ Fólk hefur beðið spennt eftir opnun Norðfjarðarganga og mættu margir á laugardaginn til þess að vígja þau. „Göngin voru bara ekki komin í notkun og leiðin yfir Oddskarð var mjög vel fær og í lagi. Fyrir utan það að á henni var mjög lítil traffík því það voru allir í nýju göngunum að taka þau í notkun,“ segir Guðmundur Helgi. Hann telur að Norðfjarðargöng muni breyta mikið samgöngum á svæðinu, stytti aksturstímann og skapi öryggi í samgöngum yfir á Norðfjörð. „Þetta er algjör bylting.“
Tengdar fréttir Bjart yfir Austfirðingum vegna Norðfjarðarganga Austfirðingar fagna Norðfjarðargöngum og löng röð myndaðist við göngin því fólk var spennt að berja þau augum í fyrsta skiptið. 12. nóvember 2017 13:57 Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Bjart yfir Austfirðingum vegna Norðfjarðarganga Austfirðingar fagna Norðfjarðargöngum og löng röð myndaðist við göngin því fólk var spennt að berja þau augum í fyrsta skiptið. 12. nóvember 2017 13:57
Norðfjarðargöngin opnuð "Íbúar hér eru himinlifandi yfir að fá þessi göng,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 11. nóvember 2017 07:00