Fótbolti

Pyry fékk íslenska landsliðstreyju

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pyry Soiri er í miklum metum á Íslandi.
Pyry Soiri er í miklum metum á Íslandi. mynd/Pyry Soiri Fanclub
Finnski landsliðsmaðurinn Pyry Soiri er orðinn nokkurs konar þjóðhetja á meðal íslenskra fótboltaáhugamanna, eftir jöfnunarmark hans gegn Króatíu í síðasta mánuði.

Jafnteflið sem Finnar gerðu við Króata tryggði Íslendingum toppsæti riðilsins og því náðu íslensku strákarnir svo að tryggja sig á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Einar Hermannsson, liðsstjóri Fjölnis, er einn af þeim fjölmörgu sem hafa þakkað Pyry fyri markið. Hann gekk lengra en flestir og sendi Pyry íslenska landsliðstreyju, með hjálp frá finnskum félaga sínum.

Pyry var hæstánægður með treyjuna og þakkaði Einari fyrir sig. Hann sendi kveðju sem hljómaði svona:

„Ég vil persónulega þakka ykkur fyrir að senda mér landsliðstreyju með nafninu mínu á. Hún fer klárlega upp á vegg! Þetta er mér mikils virði og ég kann að meta það. Bestu kveðjur, og enn og aftur til hamingju með HM sætið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×