Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 06:58 Sibusiso Moyo flutti þjóðinni ávarp. Skjáskot Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira