Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 06:58 Sibusiso Moyo flutti þjóðinni ávarp. Skjáskot Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira