Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 06:58 Sibusiso Moyo flutti þjóðinni ávarp. Skjáskot Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. Forseti landsins, Robert Mugabe, þurfi ekkert að óttast enda sé ætlunin aðeins að herja á glæpamenn. Íbúar í norðurhluta höfuðborgarinnar Harare vöknuðu við kúlnahríð og sprengjugný í morgun og vakti það strax grunsemdir að um valdarán hersins kynni að vera að ræða. Æðsti herforingi Simbabvehers hefur átt í útistöðum við marga háttsetta ráðamenn í stjórn Mugabe og óttuðust því margir að hernaðarbröltið væri til marks um að herinn hefði fengið nóg. Sjónvarpsáhorfendum brá því ekki mikið í brún þegar herforinginn Sibusiso Moyo birtist á skjám landsmanna.Sjá einnig: Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð Í ávarpi sem hann las fyrir þjóðina undirstrikaði hann þó að herinn væri ekki að taka völdin í landinu. „Við viljum fullvissa þjóðina um að hans hágöfgi, forsetinn, og fjölskylda hans eru heil á húfi og öryggi þeirra er tryggt,“ sagði Moyo og bætti við: „Aðgerðir okkar beinast eingöngu að glæpamönnum í kringum hann, sem eru að fremja glæpi. Um leið og við höfum lokið ætlunarverki okkar reiknum við með að ástandið verði eðlilegt á ný." Ekki var nánar tilgreint í yfirlýsingunni að hverjum aðgerðir hersins beindust eða hver færi fyrir þeim. Aðgerðir hersins koma í kjölfar væringa innan flokks Mugabe, Zanu-PF, en forsetinn hefur vikið mörgum háttsettum flokksmönnum frá störfum á síðustu vikum. Einum þeirra sem sagt var upp störfum var varaforsetinn Emmerson Mnangagwa sem margir töldu að yrði eftirmaður hins 93 ára gamla Mugabe á forsetastóli. Eiginkona forsetans, Grace Mugabe, er nú talinn langlíklegast arftakinn. Forsetinn varaði við mögulegri valdaránstilraun í október síðastliðnum. Sagði hann að bandamenn varaforsetans fyrrverandi hefðu hótað stuðningsmönnum sínum. Í ljósi tíðinda dagsins eru þessar vangaveltur ekki úr lausu lofti gripnar því æsti yfirmaður Simbabvehers, Constantino Chiwenga, er traustur stuðningsmaður Mnangagwa. Lýsti herforinginn því yfir í gær að hann myndi grípa til aðgerða ef Mugabe myndi ekki láta af pólitískum hreinsunum sínum.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira