Fimm íslenskir strákar í úrslitakeppnina vestanhafs Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 16:30 Fimm í úrslitakeppninni. mynd/soccer and education Fimm íslenskir fótboltastrákar taka þátt í úrslitakeppni NCAA-háskólafótboltans þetta árið en það er efsta deild bandarískra háskólaíþrótta. Þeir bætast í hópinn með íslensku stelpunum þremur sem komust í úrslitakeppnina en alls verða því átta íslenskir fótboltakrakkar í úrslitakeppni NCAA þetta árið. Þetta eru Eyjamaðurinn Jón Ingason, Garðbæingurinn Aron Rúnarsson Heiðdal, Skagastrákurinn Kristófer Daði Garðarsson, Framarinn Sigurður Þráinn Geirsson og Brynjar Steinþórsson sem uppalinn er hjá Fjölni.Jón Ingason, sem á tæplega 100 deildar- og bikarleiki að baki með ÍBV og Grindavík í Pepsi-deildinni, spilar með Virgina Tech í ACC-riðlinum sem er á sterkasti í háskólaboltanum. Þessi 22 ára gamli varnar- og miðjumaður mætir liði Air Force eða hermannaflugskólans í fyrstu umferðinni aðra nótt en Air Force pakkaði saman sínum riðli og þykir sigurstranglegri fyrir einvígið.Aron Heiðdal, sem er einnig 22 ára og á tólf unglingalandsleik að baki, spilar í sólinni í Miami með Florida International. Garðbæingurinn og félagar hans mæta Omaha í fyrstu umferðinni en Florida-strákarnir unnu ellefu af fimmtán leikjum sínum í vetur.Kristófer Daði spilar með Duke-háskólanumsem er talinn einn besti háskóli í heiminum. Kristófer er uppalinn hjá ÍA en hann spilaði stórt hlutverk með Kára sem vann þriðju deildina með stæl í sumar. Duke er hvað þekktast fyrir sögufrægt körfuboltalið sitt og sérstaklega þjálfara þess, Mike Krzyzewski, eða Coach K, en fótboltaliðið stóð sig mjög vel í vetur og vann fimmtán leiki af sautján. Það komst hefur leik í annarri umferð og mætir þar Pacific-háskólanum eða St. Fullerton.Sigurður Þráinn Geirsson, sem á 26 leiki að baki fyrir Fram í B-deildinni og bikarnum, er leikmaður University of New Hampshire. New Hampshire mætir Fairfied aðra nótt í úrslitakeppnini. Loks varð Brynjar Steinþórsson, sem er uppalinn í Grafarvogi en á leiki fyrir Gróttu og ÍR í meistaraflokki, meistari í American East-deildinni með Albany en þetta er annað í röð sem hann vinnur þá deild. Albany mætir Maryland í fyrstu umferðinni aðra nótt. Krakkarnir allir fengu skólastyrk í gegnum Soccer and Education USA en myndirnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi þess. Gangi ykkur vel í NCAA úrslitakepninni A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) on Nov 15, 2017 at 1:31am PST Fótbolti Tengdar fréttir Íslenskar fótboltastelpur meistarar út um öll Bandaríkin Þrjár íslenskar stúlkur fengu stór verðlaun í orðsins fyllstu merkingu. 8. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Fimm íslenskir fótboltastrákar taka þátt í úrslitakeppni NCAA-háskólafótboltans þetta árið en það er efsta deild bandarískra háskólaíþrótta. Þeir bætast í hópinn með íslensku stelpunum þremur sem komust í úrslitakeppnina en alls verða því átta íslenskir fótboltakrakkar í úrslitakeppni NCAA þetta árið. Þetta eru Eyjamaðurinn Jón Ingason, Garðbæingurinn Aron Rúnarsson Heiðdal, Skagastrákurinn Kristófer Daði Garðarsson, Framarinn Sigurður Þráinn Geirsson og Brynjar Steinþórsson sem uppalinn er hjá Fjölni.Jón Ingason, sem á tæplega 100 deildar- og bikarleiki að baki með ÍBV og Grindavík í Pepsi-deildinni, spilar með Virgina Tech í ACC-riðlinum sem er á sterkasti í háskólaboltanum. Þessi 22 ára gamli varnar- og miðjumaður mætir liði Air Force eða hermannaflugskólans í fyrstu umferðinni aðra nótt en Air Force pakkaði saman sínum riðli og þykir sigurstranglegri fyrir einvígið.Aron Heiðdal, sem er einnig 22 ára og á tólf unglingalandsleik að baki, spilar í sólinni í Miami með Florida International. Garðbæingurinn og félagar hans mæta Omaha í fyrstu umferðinni en Florida-strákarnir unnu ellefu af fimmtán leikjum sínum í vetur.Kristófer Daði spilar með Duke-háskólanumsem er talinn einn besti háskóli í heiminum. Kristófer er uppalinn hjá ÍA en hann spilaði stórt hlutverk með Kára sem vann þriðju deildina með stæl í sumar. Duke er hvað þekktast fyrir sögufrægt körfuboltalið sitt og sérstaklega þjálfara þess, Mike Krzyzewski, eða Coach K, en fótboltaliðið stóð sig mjög vel í vetur og vann fimmtán leiki af sautján. Það komst hefur leik í annarri umferð og mætir þar Pacific-háskólanum eða St. Fullerton.Sigurður Þráinn Geirsson, sem á 26 leiki að baki fyrir Fram í B-deildinni og bikarnum, er leikmaður University of New Hampshire. New Hampshire mætir Fairfied aðra nótt í úrslitakeppnini. Loks varð Brynjar Steinþórsson, sem er uppalinn í Grafarvogi en á leiki fyrir Gróttu og ÍR í meistaraflokki, meistari í American East-deildinni með Albany en þetta er annað í röð sem hann vinnur þá deild. Albany mætir Maryland í fyrstu umferðinni aðra nótt. Krakkarnir allir fengu skólastyrk í gegnum Soccer and Education USA en myndirnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi þess. Gangi ykkur vel í NCAA úrslitakepninni A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) on Nov 15, 2017 at 1:31am PST
Fótbolti Tengdar fréttir Íslenskar fótboltastelpur meistarar út um öll Bandaríkin Þrjár íslenskar stúlkur fengu stór verðlaun í orðsins fyllstu merkingu. 8. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Íslenskar fótboltastelpur meistarar út um öll Bandaríkin Þrjár íslenskar stúlkur fengu stór verðlaun í orðsins fyllstu merkingu. 8. nóvember 2017 23:00