Erlent

Baudenbacher hættir í mars

Atli Ísleifsson skrifar
Carl Baudenbacher tók sæti í EFTA-dómstólnum árið 1995.
Carl Baudenbacher tók sæti í EFTA-dómstólnum árið 1995. Vísir/anton
Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, mun láta af störfum þann 31. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómstólnum.

Liechtenstein tilnefndi Baudenbacher til að taka sæti í dómstólnum árið 1995 og hefur hann verið forseti hans frá árinu 2003.

Baudenbacher hefur að undanförnu verið virkur í umræðunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og hefur þátttaka forsetans farið fyrir brjóstið á norskum embættismönnum, að því er segir í frétt NRK.

EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu yfir EFTA-ríkjum sem eiga aðild að  EES-samningnum, það er Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Hlutverk dómstólsins er fyrst og fremst að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins og þeirra ákvæða í löggjöf ESB sem tekin eru efnislega upp í þann samning, líkt og segir á Evrópuvefnum.

Þrír dómarar eiga sæti í dómstólnum, Páll Hreinsson fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×