Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 16:16 Frá fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/AFP Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“ Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira