Erlent

Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla

Kjartan Kjartansson skrifar
Þessir rússnesku hermenn fá ekki að birta sjálfsmyndir á samfélagsmiðlum þegar bannið tekur gildi í janúar.
Þessir rússnesku hermenn fá ekki að birta sjálfsmyndir á samfélagsmiðlum þegar bannið tekur gildi í janúar. Vísir/AFP
Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur lagt drög að reglum sem myndu banna hermönnum og öðrum starfsmönnum hersins að birta efni á samfélagsmiðlum af öryggisástæðum.

Ótti rússneska yfirvalda er að sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan myndum, myndböndum og öðru efni sem hlaðið er upp á samfélagsmiðla geti stefnt herliði í hættu.

Þannig hafa færslur rússneskra hermanna komið upp um staðsetningu hersveita í Úkraínu og Sýrlandi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC tísti rússneskur hermaður mynd af bílalest sem flutti eldflaugar inn í Úkraínu á sama tíma og rússnesk stjórnvöldu neituðu því að þau tækju þátt í hernaðinum í austurhluta landsins árið 2014.

Bannið gildir aðeins fyrir atvinnuhermenn, ekki þá sem eru kallaðir í herinn til að gegna herskyldu. Það á að taka gildi í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×