„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 18:54 Varnarmálaráðuneyti Rússlands notaði myndband úr tölvuleik til að „sanna“ mál sitt. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira