Breska félagið AMS kafar eftir þýska gullinu í Minden á næstu dögum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Hin meinta fjársjóðskista í Minden var mynduð úr fjarstýrðum kafbát í apríl á þessu ári. „Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira