Breska félagið AMS kafar eftir þýska gullinu í Minden á næstu dögum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Hin meinta fjársjóðskista í Minden var mynduð úr fjarstýrðum kafbát í apríl á þessu ári. „Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Landhelgisgæslu Íslands hefur borist tilkynning frá Advanced Marine Services Ltd. um að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við skipsflakið Minden,“ segir í svari Landhelgisgæslunnar til Fréttablaðsins. Umhverfisstofnun veitti í gær lögmanni breska félagsins Advanced Marine Services sjö daga frest til að færa rök fyrir því hvers vegna stofnunin eigi ekki að veita Fréttablaðinu aðgang að upplýsingum um hvenær félagið hyggst ná verðmætum úr flutningaskipinu Minden. Er spurst var fyrir hjá Umhverfisstofnun kom í ljós að umboðsmaður AMS sendi stofnuninni bréf 9. nóvember um upphaf aðgerða. Er þar krafist að bréfið sé undanskilið upplýsingarétti upplýsingalaga. Umhverfisstofnun veitti í október AMS starfsleyfi til að rjúfa gat á Minden og gildir leyfið til 1. maí á næsta ári. Þar sem AMS bar að tilkynna með sjö daga fyrirvara um leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa byrjað strax í gær og þar með verið lokið áður en Umhverfisstofnun næði að taka ákvörðun um aðgang að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást frá umboðsmanni AMS hérlendis.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. vísir/GVA„Já, samkvæmt ákvæði starfsleyfis sem gerir ráð fyrir tilkynningu að minnsta kosti viku fyrir er ljóst – þar sem við höfum þá skyldu að veita þeim sjö daga andmælafrest – að framkvæmdinni gæti verið lokið áður en við náum að taka ákvörðun,“ svarar Kristín Linda Árnadóttir, forstöðumaður Umhverfisstofnunar. „Það kemur fram í bréfinu hvenær þeir ætla að fara en bréfið sjálft í heild sinni telja þeir vera undanþegið upplýsingaskyldu og þar með getum við auðvitað ekki tjáð okkur um efni þess eins og sakir standa,“ útskýrir forstjórinn. Fram hefur komið að AMS telur að í skáp í Minden leynist gull. Gætu þar verið gríðarleg auðævi. Þjóðverjar sökktu þessu flutningaskipi sínu sjálfir í september 1939 til að forða því undan Bretum. Flakið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan strönd Íslands. Kristín Linda segir AMS skylt að gefa Umhverfisstofnun skýrslu og upplýsingar, meðal annars um magn og gerð þeirra hluta sem teknir verða úr Minden. „Og að sjálfsögðu verðum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem verður með skipið í vöktun á framkvæmdatíma,“ segir forstjórinn. „Að svo stöddu áformar Landhelgisgæslan ekki sérstakan viðbúnað, umfram þann sem kveðið er á um í starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá því í október,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Frá því var greint í Fréttablaðinu 5. október að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd AG hafði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst sig eiganda að flaki Minden og öllu sem í því kann að vera.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira