Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Ekki var hægt að opna verslun ÁTVR í Kauptúni í vikunni þar sem leyfi frá bæjarstjórn lá ekki fyrir. Breyta þarf gatnakerfinu þar. Vísir/eyþór Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira