Bubbi ofsóttur af netníðingi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 19:46 Bubbi Morthens Vísir/Anton Brink „Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira